Fimmta Mósebók
33 Móse, maður hins sanna Guðs, blessaði Ísraelsmenn með þessum orðum áður en hann dó.+ 2 Hann sagði:
„Jehóva – hann kom frá Sínaí+
og skein yfir þá frá Seír.
Dýrð hans ljómaði frá fjalllendi Paran+
og heilagar þúsundir* voru með honum,+
stríðsmenn hans á hægri hönd honum.+
5 Guð varð konungur í Jesjúrún*+
þegar höfðingjar fólksins söfnuðust saman+
ásamt öllum ættkvíslum Ísraels.+
7 Hann blessaði Júda með þessum orðum:+
„Jehóva, heyrðu rödd Júda+
og leiddu hann aftur til fólks síns.
Hendur hans hafa varið það* sem tilheyrir honum.
Hjálpaðu honum gegn andstæðingum hans.“+
8 Um Leví sagði hann:+
Þú barðist gegn honum við Meríbavötn,+
9 manninum sem sagði við föður sinn og móður: ‚Ég tek ekki tillit til þeirra.‘
Hann viðurkenndi ekki bræður sína+
og gaf sonum sínum engan gaum
því að hann fór eftir orðum þínum
og hélt sáttmála þinn.+
11 Blessaðu, Jehóva, kraft hans
og hafðu ánægju af verkum handa hans.
Brjóttu fætur* þeirra sem rísa gegn honum
svo að hatursmenn hans standi ekki upp aftur.“
12 Um Benjamín sagði hann:+
„Sá sem Jehóva elskar búi óhultur hjá honum.
Hann skýlir honum allan daginn,
hann býr milli axla hans.“
13 Um Jósef sagði hann:+
„Jehóva blessi land hans+
með gæðum himins,
með dögg og vatni úr djúpum lindum,+
14 með því besta sem þroskast í sólinni
og úrvalsuppskeru í hverjum mánuði,+
15 með því besta af ævafornum fjöllum*+
og því besta af eilífum hæðum,
16 með gæðum jarðar og því sem á henni er+
og með velþóknun hans sem býr í þyrnirunnanum.+
Megi þetta koma yfir höfuð Jósefs,
hvirfil hans sem er útvalinn meðal bræðra sinna.+
17 Hann er tignarlegur eins og frumburður nautsins
og horn hans eru horn villinautsins.
Með þeim hrekur* hann þjóðirnar allar
allt til endimarka jarðar.
Þau eru tugþúsundir Efraíms,+
þau eru þúsundir Manasse.“
18 Um Sebúlon sagði hann:+
„Gleðstu, Sebúlon, þegar þú ferð út
og þú, Íssakar, í tjöldum þínum.+
19 Þeir kalla þjóðir til fjallsins.
Þar færa þeir réttlætisfórnir.
20 Um Gað sagði hann:+
„Blessaður sé sá sem færir út landamæri Gaðs.+
Hann liggur þar eins og ljón,
tilbúinn að slíta sundur handlegg og höfuð.
Höfðingjar fólksins safnast saman.
Hann framfylgir réttlæti Jehóva
og úrskurðum hans varðandi Ísrael.“
22 Um Dan sagði hann:+
„Dan er ljónshvolpur.+
Hann kemur stökkvandi frá Basan.“+
23 Um Naftalí sagði hann:+
„Naftalí er saddur af velþóknun
og mettur af blessun Jehóva.
Sestu að í vestri og suðri.“
24 Um Asser sagði hann:+
„Guð hefur veitt Asser marga syni.
Hann sé elskaður af bræðrum sínum.
Dýfi* hann fótum sínum í olíu.
26 Enginn jafnast á við Guð+ Jesjúrúns+
sem ríður yfir himininn til að hjálpa þér,
sem ríður á skýjunum í hátign sinni.+
28 Ísrael býr óhultur
og lind Jakobs út af fyrir sig
í landi með korni og nýju víni+
þar sem döggin drýpur af himni.+
29 Farsæll ertu, Ísrael!+
Hann er verndarskjöldur þinn+
og voldugt sverð.