Jobsbók
37 Við þetta hamast hjarta mitt
og berst í brjósti mér.
2 Hlustaðu vandlega á drynjandi rödd Guðs
og þrumurnar úr munni hans.
3 Hann þeytir þeim um allan himin
og sendir eldingar+ sínar til endimarka jarðar.
4 Síðan heyrast drunur,
hann þrumar með tignarlegri rödd+
og heldur ekki aftur af eldingunum þegar hann talar.
6 Hann segir við snjóinn: ‚Þú skalt falla til jarðar,‘+
og við regnið: ‚Þú skalt falla í stríðum straumum.‘+
8 Villtu dýrin leita í bæli sín
og halda sig í holum sínum.
11 Já, hann hleður skýin vætu,
hann dreifir eldingum+ meðal skýjanna.
12 Þau rekur þangað sem hann beinir þeim,
þau koma til leiðar öllu sem hann skipar+ um alla heimsbyggðina.*
15 Skilurðu hvernig Guð stjórnar* skýjunum
og hvernig hann lætur eldingu leiftra af himni?
16 Skilurðu hvernig skýin svífa?+
Þetta eru einstök verk hans sem býr yfir fullkominni þekkingu.+
17 Af hverju hitna fötin á þér
þegar allt staðnar í sunnanáttinni?+
19 Segðu okkur hvað við eigum að segja honum,
við getum ekki svarað þar sem við erum í myrkri.
20 Á að láta Guð vita að ég vilji tala?
Eða hefur einhver sagt eitthvað sem þarf að skýra honum frá?+
22 Úr norðri skín gullinn bjarmi,
hátign Guðs+ er mikilfengleg.
24 Þess vegna ætti fólk að óttast hann.+