Sálmur
106 Lofið Jah!*
2 Hver getur sagt frá öllum máttarverkum Jehóva
eða boðað lofsverð afrek hans?+
3 Hinir réttlátu eru hamingjusamir,
þeir sem gera alltaf það sem er rétt.+
4 Mundu eftir mér, Jehóva, þegar þú sýnir fólki þínu góðvild.+
Láttu þér annt um mig og bjargaðu mér
5 svo að ég fái að njóta gæskunnar sem þú sýnir þínum útvöldu,+
megi fagna með þjóð þinni
og lofa þig stoltur* með þeim sem tilheyra þér.
6 Við höfum syndgað eins og forfeður okkar,+
við höfum gert það sem er rangt, við höfum unnið illskuverk.+
7 Forfeður okkar í Egyptalandi kunnu ekki að meta undraverk þín.*
Þeir mundu ekki eftir miklum og tryggum kærleika þínum
heldur gerðu uppreisn við hafið, við Rauðahaf.+
15 Hann gaf þeim það sem þeir báðu um
en sló þá síðan með sjúkdómi svo að þeir vesluðust upp.+
17 Þá opnaðist jörðin og gleypti Datan
og huldi þá sem fylgdu Abíram.+
18 Eldur blossaði upp meðal þeirra,
logi gleypti hina illu.+
20 Þeir tóku líkneski af nauti sem bítur gras+
fram yfir dýrð mína.
21 Þeir gleymdu Guði+ frelsara sínum
sem vann stórvirki í Egyptalandi,+
22 undraverk í landi Kams,+
mikilfengleg afrek við Rauðahaf.+
23 Hann ætlaði að skipa að þeim yrði útrýmt
en Móse, hans útvaldi, bað þeim vægðar*
til að afstýra reiði hans og tortímingu.+
26 Þá lyfti hann hendi til að sverja þess eið
að láta þá falla í óbyggðunum.+
27 Afkomendur þeirra áttu að falla meðal þjóðanna
og þeir áttu að tvístrast um löndin.+
30 En plágunni linnti
þegar Pínehas skarst í leikinn.+
31 Þess vegna var hann talinn réttlátur
um allar kynslóðir þaðan í frá.+
37 Þeir færðu illum öndum
syni sína og dætur að fórn.+
38 Þeir úthelltu saklausu blóði,+
blóði sinna eigin sona og dætra
sem þeir fórnuðu skurðgoðum Kanaans,+
og landið vanhelgaðist af blóðinu.
39 Þeir urðu óhreinir af verkum sínum,
þeir stunduðu andlegt vændi með athæfi sínu.+
40 Þá blossaði reiði Jehóva upp gegn fólki hans
og hann fékk óbeit á eign sinni.
42 Óvinir þeirra kúguðu þá
og þeir urðu að lúta valdi* þeirra.
43 Hann bjargaði þeim mörgum sinnum+
en þeir gerðu uppreisn og óhlýðnuðust+
og voru niðurlægðir fyrir brot sín.+
45 Þeirra vegna minntist hann sáttmála síns
og í tryggum kærleika sínum fann hann til með þeim.+
46 Hann lét þá sem héldu þeim föngnum
finna til meðaumkunar með þeim.+
47 Bjargaðu okkur, Jehóva Guð okkar,+
og safnaðu okkur saman frá þjóðunum+
svo að við getum þakkað heilögu nafni þínu
og lofað þig fagnandi.+
Og allt fólkið segi: „Amen!“*
Lofið Jah!*