Esekíel
24 Orð Jehóva kom aftur til mín á níunda árinu, á tíunda degi tíunda mánaðarins: 2 „Mannssonur, skráðu hjá þér daginn í dag, þessa dagsetningu, því að konungurinn í Babýlon hóf árás á Jerúsalem nú í dag.+ 3 Farðu með líkingu* um þessa uppreisnargjörnu þjóð og segðu:
‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Settu pottinn* á eldinn og helltu vatni í hann.+
4 Leggðu kjötstykki í pottinn,+ alla góðu bitana, læri og bóg,
fylltu hann með bestu beinunum.
5 Taktu vænstu sauðina úr hjörðinni+ og raðaðu eldiviði undir pottinn.
Sjóddu kjötið og láttu beinin malla í honum.“‘
6 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva:
‚Illa fer fyrir borg blóðsúthellinganna,+ ryðgaða pottinum sem ryðið hefur ekki verið hreinsað af.
Tæmdu hann, hvert stykkið af öðru.+ Varpaðu ekki hlutkesti um þau.
7 Úthellt blóðið er enn í henni.+ Hún hellti því á bera klöpp.
Hún hellti því ekki á jörðina til að hylja það mold.+
8 Til að vekja reiði og hefna
hef ég látið blóðið í henni renna yfir bera og skínandi klöppina
svo að það verði ekki hulið.‘+
9 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva:
‚Illa fer fyrir borg blóðsúthellinganna!+
Ég hleð háan bálköst.
10 Hrúgaðu upp viðnum og kveiktu eld,
sjóddu kjötið vel, helltu af því soðinu og láttu beinin kolast.
11 Settu tóman pottinn á kolin til að hann hitni
og koparinn verði rauðglóandi.
Þá bráðna óhreinindin í honum+ og ryðið eyðist.
12 En stritið er lýjandi
því að ryðið er mikið og næst ekki af.+
Hentu ryðguðum pottinum í eldinn!‘
13 ‚Óhreinleiki þinn stafaði af ólifnaði þínum.+ Ég reyndi að hreinsa þig en þú varðst ekki hrein. Þú verður ekki hrein fyrr en reiði minni gegn þér linnir.+ 14 Ég, Jehóva, hef talað. Þetta mun gerast. Ég læt til mín taka án þess að hika. Ég sé ekki eftir því og finn ekki til með þér.+ Þú verður dæmd eftir hegðun þinni og líferni,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“
15 Orð Jehóva kom aftur til mín: 16 „Mannssonur, í einni svipan tek ég þína heittelskuðu frá þér.+ Þú skalt hvorki syrgja,* gráta né tárfella. 17 Berðu harm þinn í hljóði og viðhafðu enga sorgarsiði sem venja er að viðhafa vegna hinna látnu.+ Settu á þig vefjarhöttinn+ og farðu í sandalana.+ Þú skalt ekki hylja yfirvaraskeggið*+ og ekki borða brauðið sem menn færa þér.“+
18 Ég talaði til fólksins um morguninn og konan mín dó um kvöldið. Morguninn eftir gerði ég eins og mér hafði verið sagt. 19 Fólkið spurði mig: „Viltu ekki segja okkur hvernig það sem þú ert að gera snertir okkur?“ 20 Ég svaraði: „Orð Jehóva kom til mín: 21 ‚Segðu Ísraelsmönnum: „Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Ég er í þann mund að vanhelga helgidóm minn+ sem þið eruð svo stolt af, sem ykkur þykir svo vænt um og er ykkur hjartfólginn. Synir ykkar og dætur sem þið skilduð eftir munu falla fyrir sverði.+ 22 Þá neyðist þið til að gera það sama og ég. Þið munuð ekki hylja yfirvaraskeggið og ekki borða brauðið sem ykkur verður fært.+ 23 Þið verðið með vefjarhöttinn á höfðinu og sandalana á fótunum. Þið munuð hvorki syrgja né gráta. Þið veslist upp vegna synda ykkar+ og stynjið hvert með öðru. 24 Esekíel er ykkur tákn.+ Þið munuð gera það sama og hann. Þegar það gerist munuð þið skilja að ég er alvaldur Drottinn Jehóva.‘“‘“
25 „Þú mannssonur, daginn sem ég tek frá þeim virki þeirra – augnayndið sem þeir gleðjast yfir, sem þeim þykir svo vænt um og er þeim hjartfólgið – ásamt sonum þeirra og dætrum,+ 26 þá fréttirðu af því frá manni sem komst undan.+ 27 Þann dag opnarðu munninn og talar við manninn sem komst undan, og þú verður ekki mállaus lengur.+ Þú verður þeim tákn og þeir gera sér grein fyrir að ég er Jehóva.“