Sakaría
4 Engillinn sem hafði talað við mig kom aftur og vakti mig eins og þegar maður er vakinn af svefni. 2 Hann spurði mig: „Hvað sérðu?“
Ég svaraði: „Ég sé ljósastiku úr gegnheilu gulli+ og ofan á henni er skál. Á ljósastikunni eru sjö lampar,+ já, sjö, og að hverjum lampa liggur pípa. 3 Tvö ólívutré standa hjá henni,+ annað hægra megin við skálina og hitt vinstra megin.“
4 Síðan spurði ég engilinn sem talaði við mig: „Hvað merkir þetta, herra minn?“ 5 „Veistu ekki hvað þetta merkir?“ spurði engillinn.
„Nei, herra minn,“ svaraði ég.
6 Þá sagði hann við mig: „Þetta er orð Jehóva til Serúbabels: ‚„Ekki með hervaldi né krafti+ heldur með anda mínum,“+ segir Jehóva hersveitanna. 7 Hver ert þú, mikla fjall? Frammi fyrir Serúbabel+ skaltu verða að jafnsléttu.+ Hann mun leggja síðasta* steininn meðan hrópað er: „En fallegt! En fallegt!“‘“
8 Orð Jehóva kom aftur til mín: 9 „Hendur Serúbabels lögðu grunninn að þessu húsi+ og hendur hans munu fullgera það.+ Og þið munuð komast að raun um að Jehóva hersveitanna hefur sent mig til ykkar. 10 Hver gerir lítið úr hinni smávægilegu byrjun?+ Menn munu fagna þegar þeir sjá lóðlínuna* í hendi Serúbabels. Þessir sjö* eru augu Jehóva sem skima um alla jörðina.“+
11 Þá spurði ég hann: „Hvað merkja þessi tvö ólívutré sem eru hægra og vinstra megin við ljósastikuna?“+ 12 Ég spurði líka: „Hvað merkja greinarnar* á ólívutrjánum tveim sem gullin olían streymir úr um gullpípurnar tvær?“
13 Hann spurði mig þá: „Veistu ekki hvað þetta merkir?“
„Nei, herra minn,“ svaraði ég.
14 Hann sagði: „Þetta eru hinir tveir smurðu sem standa hjá Drottni allrar jarðarinnar.“+