Jóel
1 Orð Jehóva sem kom til Jóels* Petúelssonar:
Hefur nokkuð þessu líkt gerst á ykkar dögum
eða á dögum forfeðra ykkar?+
3 Segið sonum ykkar frá því
og synir ykkar sonum sínum
og synir þeirra komandi kynslóð.
4 Það sem óseðjandi engisprettan skildi eftir át fullvaxta engisprettan,+
það sem fullvaxta engisprettan skildi eftir át vænglausa engisprettan
og það sem vænglausa engisprettan skildi eftir át gráðuga engisprettan.+
5 Vaknið, drykkjumenn,+ og grátið!
Kveinið, allir vínsvelgir,
því að sæta vínið hefur verið hrifsað burt frá munni ykkar.+
6 Þjóð hefur ráðist inn í land mitt, öflug og gríðarfjölmenn.+
Tennur hennar eru ljónstennur+ og kjálkar hennar ljónskjálkar.
7 Hún hefur gereytt vínviði mínum og skilið aðeins stubbinn eftir af fíkjutré mínu.
Hún hefur flett af þeim berkinum og kastað þeim frá sér.
Greinar þeirra eru orðnar hvítar.
9 Kornfórnir+ og drykkjarfórnir+ eru liðin tíð í húsi Jehóva.
Prestarnir, þjónar Jehóva, eru þjakaðir af sorg.
10 Akrarnir eru eyðilagðir, moldin harmi slegin,+
því að kornið er ónýtt, nýja vínið þornað upp og olían þrotin.+
11 Bændurnir örvænta, vínyrkjarnir kveina
vegna hveitisins og byggsins
því að akuruppskeran er horfin.
12 Vínviðurinn er skrælnaður,
fíkjutréð visnað.
Granateplatrén, pálmarnir og eplatrén,
öll tré merkurinnar eru skrælnuð.+
Já, gleðin hefur breyst í skömm meðal fólksins.
13 Klæðist hærusekk* og syrgið,* prestar.
Kveinið, þjónar altarisins.+
Komið inn og verjið nóttinni í hærusekk, þjónar Guðs míns,
því að enginn færir lengur kornfórnir+ og drykkjarfórnir+ í húsi Guðs ykkar.
14 Lýsið yfir* föstu, boðið til hátíðarsamkomu.+
Kallið saman öldungana ásamt öllum landsmönnum
til húss Jehóva Guðs ykkar+ og hrópið til Jehóva á hjálp.
15 Æ, hvílíkur dagur!
Dagur Jehóva er nálægur+
og kemur með eyðingu frá Hinum almáttuga.
16 Hefur ekki fæðunni verið svipt burt fyrir augum okkar
og gleði og fögnuði úr húsi Guðs okkar?
17 Fræin eru skorpin* undir skóflum þeirra.
Forðabúrin standa tóm,
kornhlöðurnar eru niðurrifnar því að kornið er skrælnað.
18 Meira að segja skepnurnar stynja!
Nautahjarðirnar ráfa örvinglaðar um því að þær hafa engan haga!
Og sauðahjarðirnar þjást.
því að eldur hefur gleypt bithaga óbyggðanna
og logi eytt öllum trjám merkurinnar.
20 Jafnvel villtu dýrin líta biðjandi til þín
því að lækirnir eru þornaðir upp
og eldur hefur gleypt bithaga óbyggðanna.“