Orðskviðirnir
23 Þegar þú sest til borðs með konungi
hugleiddu þá vandlega hvað er fyrir framan þig.
2 Leggðu hníf að hálsi þínum*
ef matarlystin er mikil.
3 Láttu þig ekki langa í kræsingar hans
því að þær eru svikul fæða.
5 Þegar þú lítur til auðsins er hann horfinn+
því að hann fær vængi eins og örn og flýgur til himins.+
6 Þiggðu ekki veitingar hjá nískum manni,*
láttu þig ekki langa í kræsingar hans
7 því að hann heldur bókhald yfir þær.
„Borðaðu og drekktu,“ segir hann við þig en meinar það ekki.*
8 Þú munt æla upp bitunum sem þú borðaðir
og hrós þitt var til einskis.
10 Færðu ekki úr stað hin fornu landamerki+
og ryðstu ekki inn á akra föðurlausra
11 því að verjandi* þeirra er sterkur,
hann mun flytja mál þeirra gegn þér.+
12 Opnaðu hjarta þitt fyrir aga
og eyru þín fyrir fræðslu.
18 Þá áttu framtíðina fyrir þér+
og von þín bregst ekki.
19 Hlustaðu, sonur minn, og vertu vitur,
beindu hjarta þínu rétta leið.
20 Vertu ekki í hópi þeirra sem drekka of mikið vín+
eða þeirra sem háma í sig kjöt+
21 því að drykkjumenn og mathákar verða fátækir+
og svefnmókið klæðir þá í tötra.
24 Faðir hins réttláta fagnar
og sá sem eignast vitran son gleðst yfir honum.
25 Faðir þinn og móðir gleðjist
og sú sem fæddi þig fagni.
26 Sonur minn, gefðu mér hjarta þitt
og augu þín hafi yndi af vegum mínum+
27 því að vændiskona er djúp gryfja
28 Hún liggur í leyni eins og ræningi+
og fjölgar ótrúum mönnum.
29 Hver er þjáður? Hver er áhyggjufullur?
Hver á í deilum? Hver kvartar?
Hver fær sár að ástæðulausu? Hver er sljór til augnanna?*
31 Horfðu ekki á hversu rautt vínið er,
hvernig það glitrar í bikarnum og rennur ljúflega niður.
32 Að lokum bítur það eins og höggormur,
spúir eitri eins og naðra.
34 Þú verður eins og sá sem liggur úti á miðju hafi,
eins og sá sem liggur efst uppi í skipsmastri.
35 Þú segir: „Þeir lömdu mig en ég fann ekki fyrir því,
þeir börðu mig en ég man ekki eftir því.
Hvenær vakna ég?+
Ég þarf annan drykk.“