Sálmur
Söngljóð eftir Asaf.+
2 Frá Síon, ímynd fegurðarinnar,+ sendir Guð ljós sitt.
3 Guð okkar kemur og getur ekki þagað.+
6 Himnarnir boða réttlæti hans
því að Guð sjálfur er dómarinn.+ (Sela)
7 „Hlustaðu, þjóð mín, ég ætla að tala,
Ísrael, ég ætla að vitna gegn þér.+
Ég er Guð, þinn Guð.+
8 Ég finn ekki að þér vegna sláturfórna þinna
eða vegna brennifórna þinna sem eru stöðugt frammi fyrir mér.+
9 Ég þarf ekki að taka naut úr húsi þínu
né geithafra úr byrgjum þínum+
10 því að öll dýr skógarins eru mín+
og auk þess dýrin á fjöllunum þúsund.
11 Ég þekki hvern einasta fugl á fjöllunum,+
öll dýr merkurinnar eru mín.
12 Þótt ég væri svangur segði ég þér ekki frá því
enda er jörðin mín og allt sem á henni er.+
13 Borða ég nautakjöt
eða drekk ég geitablóð?+
16 En Guð segir við illvirkjann:
18 Þú sérð þjóf og lætur þér vel líka það sem hann gerir*+
og þú blandar geði við þá sem eru ótrúir maka sínum.
19 Þú spúir illsku með munni þínum
og lygar loða við tungu þína.+
21 Ég sagði ekkert þegar þú gerðir þetta,
þess vegna hélstu að ég væri alveg eins og þú.
En nú ætla ég að ávíta þig
og leiða þér fyrir sjónir hvað þú hefur gert.+
22 Hugleiðið þetta, þið sem gleymið Guði,+
svo að ég rífi ykkur ekki sundur og enginn geti bjargað ykkur.