Fyrsta Mósebók
10 Þetta er saga* sona Nóa, þeirra Sems,+ Kams og Jafets:
Þeir eignuðust syni eftir flóðið.+ 2 Synir Jafets voru Gómer,+ Magóg,+ Madaí, Javan, Túbal,+ Mesek+ og Tíras.+
3 Synir Gómers voru Askenas,+ Rífat og Tógarma.+
4 Synir Javans voru Elísa,+ Tarsis,+ Kittím+ og Dódaním.*
5 Þeir eru ættfeður þeirra sem settust að á eyjunum og dreifðust eftir tungumálum sínum, ættum og þjóðerni.
6 Synir Kams voru Kús, Mísraím,+ Pút+ og Kanaan.+
7 Synir Kúss voru Seba,+ Havíla, Sabta, Raema+ og Sabteka.
Synir Raema voru Séba og Dedan.
8 Kús eignaðist auk þess Nimrod. Hann var fyrstur manna til að verða voldugur á jörðinni. 9 Hann var mikill veiðimaður og andstæðingur Jehóva. Þess vegna er tekið svo til orða: „Hann er eins og Nimrod, mikill veiðimaður og andstæðingur Jehóva.“ 10 Ríki hans hófst með* Babel,+ Erek,+ Akkad og Kalne í Sínearlandi.+ 11 Frá því landi fór hann til Assýríu+ og byggði Níníve,+ Rehóbót Ír, Kala 12 og Resen á milli Níníve og Kala. Þetta er borgin mikla.*
13 Mísraím eignaðist Lúdím,+ Anamím, Lehabím, Naftúhím,+ 14 Patrúsím,+ Kaslúhím (sem Filistear+ eru komnir af) og Kaftórím.*+
15 Kanaan eignaðist Sídon+ frumburð sinn og Het+ 16 og varð auk þess ættfaðir Jebúsíta,+ Amoríta,+ Gírgasíta, 17 Hevíta,+ Arkíta, Síníta, 18 Arvadíta,+ Semaríta og Hamatíta.+ Þegar fram liðu stundir breiddust ættflokkar Kanverja út. 19 Landsvæði Kanverja náði frá Sídon allt til Gerar+ í nágrenni Gasa+ og allt til Sódómu, Gómorru,+ Adma og Sebóím+ í nágrenni Lasa. 20 Þetta voru afkomendur Kams eftir ættum þeirra, tungumálum, löndum og þjóðerni.
21 Sem, forfaðir allra afkomenda Ebers+ og bróðir Jafets, elsta bróðurins,* eignaðist líka börn. 22 Synir Sems voru Elam,+ Assúr,+ Arpaksad,+ Lúd og Aram.+
23 Synir Arams voru Ús, Húl, Geter og Mas.
24 Arpaksad eignaðist Sela+ og Sela eignaðist Eber.
25 Eber eignaðist tvo syni. Annar þeirra hét Peleg*+ því að á hans dögum tvístraðist fólkið á jörðinni.* Bróðir hans hét Joktan.+
26 Joktan eignaðist Almódad, Selef, Hasarmavet, Jera,+ 27 Hadóram, Úsal, Dikla, 28 Óbal, Abímael, Saba, 29 Ófír,+ Havíla og Jóbab. Allir þessir voru synir Joktans.
30 Heimkynni þeirra náðu frá Mesa allt til Sefar, til fjallanna austur frá.
31 Þetta voru afkomendur Sems eftir ættum þeirra, tungumálum, löndum og þjóðerni.+
32 Þetta voru ættir sona Nóa eftir uppruna þeirra og þjóðerni. Frá þeim breiddust þjóðirnar út um jörðina eftir flóðið.+