Jósúabók
10 Adónísedek, konungur í Jerúsalem, frétti að Jósúa hefði tekið Aí og eytt henni* – að hann hefði farið með Aí og konung hennar+ eins og hann fór með Jeríkó og konung hennar+ – og að íbúar Gíbeon hefðu samið frið við Ísrael+ og fengið að búa meðal þeirra. 2 Hann var skelfingu lostinn+ því að Gíbeon var stór borg, rétt eins og konungsborgirnar. Hún var stærri en Aí+ og allir karlmenn í henni voru hraustir hermenn. 3 Adónísedek, konungur í Jerúsalem, sendi því þessi boð til Hóhams, konungs í Hebron,+ Pírams, konungs í Jarmút, Jafía, konungs í Lakís, og Debírs, konungs í Eglon:+ 4 „Komið og hjálpið mér og ráðumst á Gíbeon því að hún hefur samið frið við Jósúa og Ísraelsmenn.“+ 5 Amorítakonungarnir+ fimm – konungurinn í Jerúsalem, konungurinn í Hebron, konungurinn í Jarmút, konungurinn í Lakís og konungurinn í Eglon – söfnuðust þá saman ásamt herjum sínum, héldu til Gíbeon og settust um hana til að herja á hana.
6 Þá sendu Gíbeonmenn boð til Jósúa í búðunum í Gilgal:+ „Slepptu ekki hendinni af þrælum þínum.+ Komdu sem fyrst! Hjálpaðu okkur og bjargaðu okkur! Allir konungar Amoríta frá fjalllendinu hafa sameinast gegn okkur.“ 7 Jósúa hélt þá upp eftir frá Gilgal með allt sitt lið og stríðskappa.+
8 Jehóva sagði nú við Jósúa: „Vertu ekki hræddur við þá+ því að ég hef gefið þá þér á vald.+ Enginn þeirra mun halda velli fyrir þér.“+ 9 Jósúa kom þeim að óvörum eftir að hafa gengið alla nóttina frá Gilgal. 10 Jehóva olli ringulreið meðal þeirra+ og Ísraelsmenn stráfelldu þá við Gíbeon, ráku flóttann eftir veginum upp til Bet Hóron og felldu þá alla leið til Aseka og Makkeda. 11 Þegar þeir flúðu undan Ísraelsmönnum niður frá Bet Hóron lét Jehóva stórt hagl dynja á þeim af himni alla leið til Aseka og það varð þeim að bana. Fleiri dóu reyndar af völdum haglsins en Ísraelsmenn felldu með sverði.
12 Það var þá, daginn sem Jehóva rak Amoríta á flótta fyrir augum Ísraels, að Jósúa sagði við Jehóva að Ísrael viðstöddum:
13 Sólin stóð þá kyrr og tunglið færðist ekki úr stað fyrr en þjóðin hafði náð fram hefndum á óvinum sínum. Stendur það ekki skrifað í Jasarsbók?*+ Sólin stóð kyrr á miðjum himni og settist ekki næstum heilan dag. 14 Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur komið slíkur dagur að Jehóva hlustaði á mann á þennan hátt+ því að Jehóva barðist fyrir Ísrael.+
15 Jósúa og allur Ísrael sneru nú aftur til búðanna í Gilgal.+
16 En konungarnir fimm flúðu og földu sig í hellinum við Makkeda.+ 17 Jósúa var þá sagt: „Konungarnir fimm eru fundnir. Þeir fela sig í hellinum við Makkeda.“+ 18 Jósúa sagði þá: „Veltið stórum steinum fyrir hellismunnann og látið menn standa þar vörð. 19 En þið hinir skuluð ekki láta staðar numið. Eltið óvini ykkar og ráðist aftan að þeim.+ Látið þá ekki komast inn í borgir sínar því að Jehóva Guð ykkar hefur gefið þá ykkur á vald.“
20 Að lokum höfðu Jósúa og Ísraelsmenn fellt svo marga að þeir höfðu næstum útrýmt þeim, að undanskildum fáeinum sem komust undan og flúðu inn í víggirtu borgirnar. 21 Allt liðið sneri þá aftur heilu og höldnu til Jósúa í búðirnar við Makkeda. Enginn þorði að segja orð* gegn Ísraelsmönnum. 22 Jósúa sagði nú: „Fjarlægið steinana frá hellismunnanum og komið með konungana fimm til mín.“ 23 Menn komu þá til hans með konungana fimm úr hellinum, konunginn í Jerúsalem, konunginn í Hebron, konunginn í Jarmút, konunginn í Lakís og konunginn í Eglon.+ 24 Þegar þeir voru komnir með konungana til Jósúa kallaði hann saman alla Ísraelsmenn og sagði við foringja hermannanna sem höfðu farið með honum: „Gangið fram og stígið fæti á hnakka þessara konunga.“ Þeir gengu þá fram og stigu fæti á hnakka þeirra.+ 25 Síðan sagði Jósúa við þá: „Óttist ekki né skelfist.+ Verið hugrakkir og sterkir því að svona fer Jehóva með alla óvini ykkar sem þið berjist við.“+
26 Því næst hjó Jósúa þá banahögg, hengdi þá á fimm staura* og lét þá hanga þar til kvölds. 27 Um sólsetur skipaði Jósúa að þeir skyldu teknir niður af staurunum+ og þeim yrði fleygt inn í hellinn þar sem þeir höfðu falið sig. Síðan voru stórir steinar settir fyrir hellismunnann og þeir eru þar enn þann dag í dag.
28 Jósúa tók Makkeda+ þennan sama dag og felldi konung hennar og íbúa með sverði. Hann drap alla í borginni* og lét engan halda lífi.+ Hann fór með konunginn í Makkeda+ eins og hann hafði farið með konunginn í Jeríkó.
29 Eftir það hélt Jósúa ásamt öllum Ísrael frá Makkeda til Líbna+ og herjaði á hana. 30 Jehóva gaf hana og konung hennar+ einnig í hendur Ísraelsmanna. Þeir felldu alla í borginni með sverði og létu engan halda lífi. Þeir fóru með konung hennar eins og þeir höfðu farið með konunginn í Jeríkó.+
31 Að því búnu hélt Jósúa ásamt öllum Ísrael frá Líbna til Lakís,+ settist um hana og herjaði á hana. 32 Jehóva gaf Lakís í hendur Ísraelsmanna og þeir tóku hana á öðrum degi. Þeir felldu alla í henni með sverði+ eins og þeir höfðu gert í Líbna.
33 Hóram, konungur í Geser,+ fór þá upp eftir til að leggja Lakís lið en Jósúa felldi hann og her hans og lét engan komast lífs af.
34 Síðan hélt Jósúa ásamt öllum Ísrael frá Lakís til Eglon,+ settist um hana og herjaði á hana. 35 Þeir tóku hana þennan sama dag og felldu íbúana með sverði. Þeir drápu alla í borginni þann dag eins og þeir höfðu gert í Lakís.+
36 Eftir það hélt Jósúa ásamt öllum Ísrael frá Eglon til Hebron+ og herjaði á hana. 37 Þeir tóku hana og felldu konung hennar og alla í henni með sverði og sömuleiðis í þorpunum sem tilheyrðu henni. Þeir létu engan halda lífi. Jósúa fór með hana eins og hann hafði farið með Eglon og eyddi henni og öllum íbúum hennar.
38 Að lokum hélt Jósúa ásamt öllum Ísrael til Debír+ og herjaði á hana. 39 Hann tók hana og öll þorpin sem tilheyrðu henni og felldi konung hennar og alla íbúa með sverði. Hann drap þá alla+ og lét engan halda lífi.+ Hann fór með Debír og konung hennar eins og hann hafði farið með Hebron og með Líbna og konung hennar.
40 Jósúa lagði undir sig allt svæðið, það er að segja fjalllendið, Negeb, Sefela+ og hlíðarnar og felldi alla konungana þar. Hann lét engan halda lífi. Hann drap allt sem dró andann+ eins og Jehóva Guð Ísraels hafði fyrirskipað.+ 41 Jósúa lagði undir sig landið frá Kades Barnea+ til Gasa,+ allt Gósensvæðið+ og landsvæðið allt að Gíbeon.+ 42 Jósúa sigraði alla þessa konunga og lagði undir sig land þeirra í einni atrennu því að Jehóva Guð Ísraels barðist fyrir Ísrael.+ 43 Jósúa sneri síðan aftur ásamt öllum Ísrael til búðanna í Gilgal.+