Jobsbók
29 Job hélt ræðu sinni* áfram og sagði:
2 „Ég sakna liðinna mánaða,
daganna þegar Guð verndaði mig,
3 þegar hann lét lampa sinn lýsa yfir höfði mér,
þegar ljós hans leiddi mig gegnum myrkrið,+
4 þegar ég var upp á mitt besta,
þegar ég fann fyrir vináttu Guðs í tjaldi mínu,+
5 þegar Hinn almáttugi var enn þá með mér,
þegar börnin mín* voru í kringum mig,
6 þegar ég baðaði fætur mína í smjöri
og olía streymdi handa mér úr klettunum.+
7 Þegar ég gekk út að borgarhliðinu+
og fékk mér sæti á torginu+
8 sáu ungu mennirnir mig og viku til hliðar,*
öldungarnir risu jafnvel á fætur og stóðu kyrrir.+
9 Höfðingjar héldu aftur af sér
og lögðu höndina á munninn.
10 Raddir tignarmanna þögnuðu,
tunga þeirra loddi við góminn.
11 Allir sem heyrðu mig tala báru mér gott orð
og þeir sem sáu mig lofuðu mig
12 því að ég bjargaði fátækum sem hrópuðu á hjálp,+
hinum föðurlausa og öllum sem enginn liðsinnti.+
14 Ég klæddist réttlætinu,
réttvísin var mér eins og yfirhöfn og vefjarhöttur.
15 Ég var augu hins blinda
og fætur hins halta.
17 Ég braut kjálka afbrotamannsins+
og reif bráðina úr tönnum hans.
19 Rætur mínar teygja sig til vatnsins
og döggin þekur greinar mínar alla nóttina.
20 Mannorð mitt er alltaf gott
og ég skýt stöðugt af boganum í hendi mér.‘
21 Menn hlustuðu með eftirvæntingu,
biðu þögulir eftir ráðum mínum.+
22 Þegar ég talaði höfðu þeir engu við að bæta,
orð mín hljómuðu vel í eyrum* þeirra.
23 Þeir biðu eftir mér eins og regninu,
þeir gleyptu við orðum mínum eins og vorregninu.+
24 Þeir trúðu varla eigin augum þegar ég brosti til þeirra,
þeim fannst hughreystandi að sjá andlit mitt ljóma.*