Jobsbók
30 Nú hlæja þeir að mér+
– mér yngri menn.
Ég hefði ekki treyst feðrum þeirra
til að vera með fjárhundum mínum.
2 Hvaða gagn hef ég haft af styrk handa þeirra?
Þrek þeirra er þrotið.
3 Þeir eru örmagna af skorti og hungri,
þeir naga skrælnaða jörðina
sem var þegar orðin lífvana auðn.
4 Þeir safna söltu laufi af runnunum
og hafa rætur gýfilrunnans til matar.
5 Þeir eru hraktir burt úr samfélaginu,+
fólk hrópar á eftir þeim eins og þeir væru þjófar.
6 Þeir búa í gilbrekkum,*
í jarðholum og hellum.
7 Þeir kveina úr runnunum
og hnipra sig saman innan um netlurnar.
8 Þeir eru börn dugleysingja og nafnlausra
og eru því reknir burt úr landinu.
11 Guð hefur afvopnað mig* og auðmýkt,
þess vegna sleppa þeir fram af sér beislinu frammi fyrir mér.
12 Þeir rísa upp eins og skríll mér á hægri hönd,
þeir reka mig á flótta
og leggja dauðagildrur fyrir mig á leið minni.
14 Þeir koma eins og gegnum breitt múrskarð,
þeir streyma fram innan um rústirnar.
15 Skelfingin gagntekur mig,
reisn mín fýkur út í veður og vind
og björgun mín hverfur eins og ský.
18 Sterk öfl hafa afskræmt klæðnað minn,*
hann þrengir að mér eins og kragi um hálsinn.
19 Guð hefur kastað mér niður í leðjuna,
ég er orðinn að mold og ösku.
20 Ég hrópa á hjálp en þú svarar ekki,+
ég stend á fætur en þú horfir bara á mig.
21 Þú hefur snúist miskunnarlaust gegn mér,+
þú ræðst á mig af alefli.
22 Þú lyftir mér upp og vindurinn feykir mér burt,
þú lætur mig kastast til í storminum.*
23 Ég veit að þú sendir mig í dauðann,
í húsið þar sem allir lifandi menn eiga að mætast.
25 Hef ég ekki grátið yfir þeim sem hafa átt erfitt?*
Hef ég ekki vorkennt hinum fátæku?+
26 Ég vonaðist eftir góðu en hið illa kom yfir mig,
ég bjóst við ljósi en þá kom myrkur.
27 Ólgan innra með mér hætti ekki,
dag eftir dag mættu mér þjáningar.
28 Niðurdreginn geng ég um+ og sé ekki sólarglætu.
Ég rís á fætur í mannsöfnuðinum og hrópa á hjálp.
29 Ég er orðinn bróðir sjakalanna
og félagi strútanna.+
31 Á hörpu mína eru aðeins leikin sorgarljóð,
á flautuna er leikið undir grát.