Jósúabók
5 Allir konungar Amoríta+ fyrir vestan* Jórdan og allir konungar Kanverja+ sem bjuggu við hafið fréttu að Jehóva hefði þurrkað upp vatnið í Jórdan svo að Ísraelsmenn gátu gengið yfir. Þá urðu þeir óttaslegnir+ og misstu kjarkinn sökum Ísraelsmanna.+
2 Jehóva sagði nú við Jósúa: „Gerðu þér hnífa úr tinnusteini og umskerðu+ karlmenn í Ísrael aftur, í annað sinn.“ 3 Jósúa gerði sér þá tinnuhnífa og umskar karlmenn í Ísrael á Gíbeat Haaralot.*+ 4 Ástæðan fyrir því að Jósúa umskar þá var að allir karlmenn sem fóru frá Egyptalandi, allir vopnfærir menn,* höfðu dáið á leiðinni um óbyggðirnar eftir að þeir yfirgáfu Egyptaland.+ 5 Allir sem fóru frá Egyptalandi voru umskornir en ekki þeir sem fæddust á leiðinni um óbyggðirnar eftir brottförina frá Egyptalandi. 6 Ísraelsmenn höfðu gengið um óbyggðirnar í 40 ár+ þar til öll þjóðin var dáin, það er allir vopnfærir menn sem fóru frá Egyptalandi og hlýddu ekki Jehóva.+ Jehóva sór að þeir fengju ekki að sjá landið+ sem Jehóva hafði svarið forfeðrum þeirra að gefa okkur,+ land sem flýtur í mjólk og hunangi.+ 7 Hann lét syni þeirra koma í þeirra stað.+ Það voru þeir sem Jósúa umskar því að þeir höfðu ekki verið umskornir á leiðinni.
8 Þegar öll þjóðin hafði verið umskorin héldu menn kyrru fyrir í búðunum þar til þeir höfðu náð sér.
9 Þá sagði Jehóva við Jósúa: „Í dag hef ég létt* af ykkur háðsglósum Egypta.“ Þess vegna er staðurinn kallaður Gilgal*+ enn þann dag í dag.
10 Meðan Ísraelsmenn voru með búðir sínar í Gilgal á eyðisléttum Jeríkó héldu þeir páska að kvöldi 14. dags mánaðarins.+ 11 Daginn eftir páska, einmitt á þeim degi, fóru þeir að borða af uppskeru landsins, ósýrt brauð+ og ristað korn. 12 Sama dag og þeir borðuðu af uppskeru landsins hættu þeir að fá manna. Ísraelsmenn fengu ekki lengur manna+ heldur fóru þeir að borða af uppskeru Kanaanslands á því ári.+
13 Dag einn þegar Jósúa var staddur nálægt Jeríkó leit hann upp og sá mann+ standa andspænis sér með brugðið sverð í hendi.+ Jósúa gekk að honum og spurði: „Stendurðu með okkur eða með óvinum okkar?“ 14 Hann svaraði: „Hvorugt, heldur er ég hér sem höfðingi hersveitar Jehóva.“+ Jósúa kraup þá, féll á grúfu og spurði hann: „Herra, hvað viltu segja við þjón þinn?“ 15 Höfðingi hersveitar Jehóva svaraði Jósúa: „Farðu úr sandölunum því að staðurinn sem þú stendur á er heilagur.“ Jósúa gerði það samstundis.+