10 Orðskviðir Salómons.+
Vitur sonur gleður föður sinn+
en heimskinginn veldur móður sinni sorg.
2 Illa fenginn auður er gagnslaus
en réttlæti bjargar frá dauða.+
3 Jehóva lætur réttlátan mann ekki hungra+
en synjar hinum illu um það sem þeir girnast.
4 Leti veldur fátækt+
en iðnar hendur færa auð.+
5 Vitur sonur hirðir uppskeruna á sumrin
en sonur sem sefur af sér uppskerutímann ætti að skammast sín.+
6 Blessun hvílir yfir höfði hins réttláta+
en munnur vondra dylur ofbeldi.
7 Minning hins réttláta verður blessuð+
en nafn hinna illu rotnar.+
8 Sá sem er vitur í hjarta þiggur leiðsögn+
en sá sem talar í hugsunarleysi verður troðinn niður.+
9 Ráðvandur maður býr við öryggi+
en upp kemst um þann sem er óheiðarlegur.+
10 Sá sem deplar auga lævíslega veldur sárindum+
og sá sem talar í hugsunarleysi verður troðinn niður.+
11 Munnur hins réttláta er lífslind+
en í munni vondra er ofbeldi dulið.+
12 Hatur vekur deilur
en kærleikur breiðir yfir öll brot.+
13 Viska er á vörum hins skynsama+
en bak hins fávísa fær að finna fyrir vendinum.+
14 Hinir vitru varðveita þekkingu+
en munnur bjánans leiðir hann í glötun.+
15 Auður ríks manns er honum víggirt borg.
Fátækt hinna snauðu verður þeim að falli.+
16 Verk hins réttláta færa honum líf
en afrakstur hins illa leiðir til syndar.+
17 Sá sem tekur við aga vísar veginn til lífsins
en sá sem hunsar áminningar leiðir menn afvega.
18 Sá sem fer leynt með hatur er lygari+
og sá sem ber út illkvittnar sögur er heimskur.
19 Málglöðum manni verður margt á+
en sá sem hefur taumhald á tungu sinni er skynsamur.+
20 Tunga hins réttláta er eins og eðalsilfur+
en hjarta hins illa er lítils virði.
21 Varir hins réttláta næra marga+
en heimskingjarnir deyja úr fávisku.+
22 Blessun Jehóva auðgar+
og henni fylgir engin kvöl.
23 Heimskinginn hegðar sér skammarlega til gamans
en skynsamur maður býr yfir visku.+
24 Það sem vondur maður óttast kemur yfir hann
en réttlátir fá óskir sínar uppfylltar.+
25 Hinir illu hverfa+ þegar stormurinn gengur yfir
en hinn réttláti stendur á eilífum grunni.+
26 Eins og edik á tönnum og reykur í augum,
þannig reynist letinginn yfirmanni sínum.
27 Að óttast Jehóva lengir lífið+
en æviár illra manna verða stytt.+
28 Eftirvænting réttlátra veitir gleði+
en von hinna illu verður að engu.+
29 Vegur Jehóva er athvarf hinum trúfasta+
en tortíming fyrir þá sem gera illt.+
30 Ekkert verður hinum réttláta að falli+
og hinir illu munu ekki búa á jörðinni.+
31 Úr munni hins réttláta kemur viska
en spillt tunga verður skorin burt.
32 Varir hins réttláta vita hvað gleður
en munnur vondra manna er gerspilltur.