Jeremía
2 Orð Jehóva kom til mín: 2 „Farðu og boðaðu Jerúsalem þetta: ‚Jehóva segir:
„Ég man eftir tryggð* æsku þinnar,+
kærleikanum sem þú sýndir þegar þú varst trúlofuð,+
hvernig þú fylgdir mér í óbyggðunum,
í landi þar sem ekkert var ræktað.+
3 Ísrael var heilagur í augum Jehóva,+ frumgróði uppskeru hans.“‘
‚Allir sem reyndu að gleypa hann í sig urðu sekir.
Hörmungar komu yfir þá,‘ segir Jehóva.“+
4 Heyrið orð Jehóva, ætt Jakobs
og allar ættkvíslir Ísraelsþjóðarinnar.
5 Jehóva segir:
„Hvað höfðu forfeður ykkar á móti mér+
fyrst þeir villtust svo langt frá mér,
eltust við einskis nýt skurðgoð+ og urðu sjálfir einskis nýtir?+
6 Þeir spurðu ekki: ‚Hvar er Jehóva
sem flutti okkur burt frá Egyptalandi+
og leiddi okkur gegnum óbyggðirnar,
gegnum land eyðimarka+ og sprungna,
land þurrka+ og niðamyrkurs,
land sem enginn ferðast um
og enginn maður býr í?‘
7 Ég leiddi ykkur inn í land aldingarða
til að þið gætuð notið ávaxta þess og gæða.+
En þið óhreinkuðuð landið mitt þegar þið komuð inn í það,
þið gerðuð erfðaland mitt að viðbjóði.+
8 Prestarnir spurðu ekki: ‚Hvar er Jehóva?‘+
Þeir sem sáu um lögin þekktu mig ekki,
hirðarnir gerðu uppreisn gegn mér,+
spámennirnir spáðu í nafni Baals,+
þeir fylgdu guðum sem gátu ekkert gert fyrir þá.
9 ‚Þess vegna ætla ég aftur að höfða mál gegn ykkur,‘+ segir Jehóva,
‚og ég höfða mál gegn sonarsonum ykkar.‘
10 ‚Farið yfir til stranda* Kitta+ og grennslist fyrir.
Sendið boð til Kedars+ og hugleiðið málið vandlega,
kannið hvort nokkuð þessu líkt hafi áður gerst.
11 Hefur nokkur þjóð skipt út guðum sínum fyrir guði sem eru ekki til?
En þjóð mín hefur látið dýrð mína í skiptum fyrir það sem er gagnslaust.+
12 Furðið ykkur yfir því sem þið sjáið, þið himnar,
skjálfið af óhug,‘ segir Jehóva,
13 ‚því að þjóð mín hefur gert tvennt sem er illt:
Hún hefur yfirgefið mig, uppsprettu lifandi vatns,+
ónýta brunna sem halda ekki vatni.‘
14 ‚Er Ísrael þjónn eða heimafæddur þræll?
Hvers vegna er hann þá orðinn að herfangi?
15 Ungljón öskra á hann+
og láta í sér heyra.
Þau gerðu land hans að óhugnanlegum stað.
Kveikt var í borgum hans og enginn getur búið þar.
16 Íbúar Nóf*+ og Takpanes+ reyta hárin af höfði þínu.
17 Hefurðu ekki kallað þetta yfir þig sjálfur
með því að yfirgefa Jehóva Guð þinn+
þegar hann leiddi þig á veginum?
19 Illska þín ætti að aga þig
og ótryggð þín áminna þig.
Þú skalt skilja og gera þér ljóst hve vont og beisklegt það er+
að þú yfirgafst Jehóva Guð þinn,
þú óttaðist mig ekki,‘+ segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna.
20 ‚Fyrir löngu braut ég ok þitt+
og reif af þér fjötrana.
En þú sagðir: „Ég vil ekki þjóna þér.“
Á hverjum háum hól og undir hverju laufmiklu tré+
lástu með fæturna glennta sundur og stundaðir vændi.+
21 Ég gróðursetti þig sem rauðan gæðavínvið,+ eintómt úrvalsfræ.
Hvernig gastu breyst í úrkynjaðan villivínvið?‘+
22 ‚Þótt þú þvægir þér með þvottasóda og miklum lút*
væri sekt þín enn blettur fyrir mér,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.
23 Hvernig geturðu sagt: ‚Ég hef ekki óhreinkað mig.
Ég hef ekki fylgt Baölunum‘?
Hugleiddu hvernig þú hefur hagað þér í dalnum,
hugsaðu um hvað þú hefur gert.
Þú ert eins og ung og spretthörð úlfaldahryssa
sem hleypur stefnulaust hingað og þangað.
24 Þú ert eins og villiasna sem er vön óbyggðunum
og þefar út í loftið í losta sínum.
Hver getur hamið hana þegar hún er reiðubúin til mökunar?
Þeir sem leita að henni þurfa ekki að þreyta sig,
þeir finna hana á fengitímanum.*
25 Gættu þín að verða ekki berfætt
og hlífðu hálsinum við þorsta.
En þú sagðir: ‚Nei, það er vonlaust!+
26 Eins og þjófur má skammast sín þegar hann er gripinn,
þannig hafa Ísraelsmenn orðið sér til skammar,
þeir, konungar þeirra og höfðingjar,
prestar þeirra og spámenn.+
27 Þeir segja við tréð: ‚Þú ert faðir minn,‘+
og við steininn: ‚Þú fæddir mig.‘
En við mér snúa þeir bakinu, ekki andlitinu.+
Þegar ógæfan dynur yfir segja þeir:
‚Komdu og bjargaðu okkur!‘+
28 Hvar eru nú guðir þínir sem þú gerðir þér?+
Þeir skulu koma þegar ógæfan dynur yfir og bjarga þér ef þeir geta
því að guðir þínir, Júda, eru orðnir jafn margir og borgir þínar.+
29 ‚Hvers vegna ásakið þið mig?
Hvers vegna hafið þið öll gert uppreisn gegn mér?‘+ segir Jehóva.
Sverð ykkar gleypti spámennina+
eins og ljón í árásarham.
31 Þú kynslóð, veittu orði Jehóva athygli.
Er ég orðinn eins og óbyggðir fyrir Ísrael
eða land þrúgandi myrkurs?
Hvers vegna segir þjóð mín: ‚Við förum þangað sem okkur sýnist
og snúum ekki aftur til þín‘?+
32 Gleymir meyja skartgripum sínum,
brúður brjóstborða* sínum?
Samt hefur þjóð mín gleymt mér í óralangan tíma.+
33 Mikið ertu góð í að leita uppi elskhuga þína!
Þú hefur tamið þér að ganga vegi illskunnar.+
34 Jafnvel klæðafaldar þínir eru ataðir blóði saklausra fátæklinga+
þótt þeir hafi ekki verið staðnir að verki við innbrot.
Allir faldar þínir eru ataðir blóði.+
35 En þú segir: ‚Ég er saklaus.
Hann hlýtur að hafa snúið reiði sinni frá mér.‘
Nú læt ég þig svara til saka
af því að þú segir: ‚Ég hef ekki syndgað.‘
36 Hvers vegna er það svona lítið mál fyrir þig að breyta um stefnu?
37 Einnig þess vegna muntu fara burt með hendur á höfði+
því að Jehóva hefur hafnað þeim sem þú treystir á,
þeir koma þér ekki til hjálpar.“