Esekíel
19 „Syngdu þetta sorgarljóð um höfðingja Ísraels:
2 ‚Móðir þín var eins og ljónynja meðal ljóna.
Hún lá meðal sterkra ungljóna og ól upp hvolpa sína.
3 Einn hvolpanna sem hún kom upp varð sterkt ungljón.+
Það lærði að slíta í sundur bráð,
það át jafnvel menn.
4 Þjóðir fréttu af því og fönguðu það í gryfju
og þær drógu það með krókum til Egyptalands.+
5 Ljónynjan beið en skildi að lokum að það myndi ekki snúa aftur.
Hún tók þá annan hvolp og sendi hann út til að verða sterkt ungljón.
6 Hann ráfaði einnig um meðal ljónanna og varð sterkt ungljón.
Það lærði að slíta í sundur bráð og át jafnvel menn.+
7 Það ráfaði um meðal víggirtra turna þeirra og herjaði á borgirnar
og öskur þess ómuðu um mannlaust landið.+
8 Þjóðir af svæðunum í kring héldu gegn því, köstuðu neti yfir það
og fönguðu það í gryfju.
9 Þær drógu það með krókum inn í búr og fóru með það til konungs Babýlonar.
Þar var það lokað inni svo að öskur þess heyrðust ekki lengur á fjöllum Ísraels.
10 Móðir þín var eins og vínviður,*+ gróðursettur við vatn.
Hann bar margar greinar og líka ávöxt því að nóg var af vatni.
11 Greinarnar urðu sterkar svo að hægt var að nota þær í veldissprota.
Hann óx og gnæfði yfir hin trén
og varð svo hár og laufmikill að hann sást langt að.
12 En í reiði var hann rifinn upp með rótum+ og kastað til jarðar
og ávöxtur hans þornaði upp í austanvindi.
Sterkar greinarnar voru slitnar af, þær þornuðu upp+ og eldur gleypti þær.+
13 Nú er hann gróðursettur í óbyggðunum,
í þurru og þyrstu landi.+
14 Eldurinn breiddist út frá greinunum og gleypti sprotana og ávöxtinn,
engin sterk grein var eftir, enginn veldissproti.+
Þetta er sorgarljóð og sorgarljóð skal það vera.‘“