Nehemíabók
2 Í nísanmánuði* á 20. stjórnarári+ Artaxerxesar konungs+ var borið fram vín fyrir hann og eins og venjulega tók ég vínið og rétti konungi.+ Hann hafði aldrei áður séð mig dapran. 2 Konungur spurði því: „Af hverju ertu svona dapur í bragði fyrst þú ert ekki veikur? Eitthvað hlýtur að íþyngja hjarta þínu.“ Þá varð ég mjög hræddur.
3 Ég svaraði konungi: „Lengi lifi konungurinn! Hvers vegna skyldi ég ekki vera dapur? Borgin þar sem forfeður mínir eru grafnir er í rúst og hliðin hafa verið brennd í eldi.“+ 4 Þá sagði konungur við mig: „Hvað viltu gera?“ Ég fór þá strax með bæn til Guðs himnanna.+ 5 Síðan svaraði ég konungi: „Ef konunginum líkar og ef þú ert velviljaður þjóni þínum sendu mig þá til Júda, til borgarinnar þar sem forfeður mínir eru grafnir, til að ég geti endurreist hana.“+ 6 Konungur spurði þá – en drottningin sat við hlið hans: „Hve lengi verður þú fjarverandi og hvenær kemurðu aftur?“ Konungur var sem sagt sáttur við að senda mig+ og ég gaf honum upp tiltekinn tíma.+
7 Síðan sagði ég við konung: „Ef konungi líkar, viltu þá láta mig fá bréf til landstjóranna á svæðinu handan Fljótsins*+ svo að ég geti ferðast óhultur alla leið til Júda. 8 Viltu líka láta mig fá bréf til Asafs skógarvarðar konungs þess efnis að hann gefi mér timbur til að gera bjálka í hlið virkisins+ við musterið,* í borgarmúrana+ og húsið þar sem ég mun búa.“ Konungur lét mig fá bréfin+ því að Guð minn var með mér.+
9 Um síðir kom ég til landstjóra svæðisins handan Fljótsins og fékk þeim bréf konungs. Konungur sendi líka með mér liðsforingja og riddara. 10 Þegar Sanballat+ Hóroníti og Tobía,+ embættismaður* frá Ammón,+ fréttu það mislíkaði þeim mjög að kominn væri maður sem ætlaði að gera eitthvað fyrir Ísraelsmenn.
11 Að lokum kom ég til Jerúsalem. Eftir þrjá daga 12 fór ég á fætur að næturlagi, ég og fáeinir menn með mér, en ég sagði engum hvað Guð minn hafði blásið mér í brjóst að gera fyrir Jerúsalem. Engin skepna var með mér nema sú sem ég hafði til reiðar. 13 Ég fór út um Dalshliðið+ um nóttina, fram hjá Snákalind* og að Öskuhliðinu+ og skoðaði múra Jerúsalem sem höfðu verið rifnir niður og hliðin sem höfðu verið brennd.+ 14 Síðan hélt ég áfram að Lindarhliðinu+ og Konungstjörn. Þar var svo þröngt að reiðskjótinn komst ekki lengra 15 en ég hélt áfram upp dalinn+ um nóttina og skoðaði múrinn. Síðan sneri ég við, fór inn um Dalshliðið og hélt heim.
16 Embættismennirnir+ vissu ekki hvert ég hafði farið eða hvað ég var að gera því að ég hafði enn ekki sagt Gyðingum neitt, hvorki prestum þeirra, tignarmönnum, embættismönnum né öðrum sem áttu að vinna að verkinu. 17 Að lokum sagði ég við þá: „Þið sjáið við hve skelfilegar aðstæður við búum, að Jerúsalem er í rúst og borgarhliðin hafa verið brennd. Nú skulum við endurreisa múra Jerúsalem svo að við búum ekki lengur við þessa niðurlægingu.“ 18 Þá sagði ég þeim hvernig Guð minn hefði verið með mér+ og einnig það sem konungur hafði sagt við mig.+ Þeir svöruðu þá: „Hefjumst handa við að byggja.“ Síðan hvöttu þeir hver annan* til að ráðast í þetta góða verk.+
19 Þegar Sanballat Hóroníti, Tobía,+ embættismaður* frá Ammón,+ og Gesem Arabi+ fréttu af þessu hæddust þeir að okkur,+ sýndu okkur fyrirlitningu og sögðu: „Hvað eruð þið að gera? Ætlið þið að gera uppreisn gegn konunginum?“+ 20 En ég svaraði: „Guð himnanna mun láta okkur takast þetta+ og við, þjónar hans, ætlum að hefjast handa við að byggja. En Jerúsalem kemur ykkur ekkert við og þið eigið hvorki lagalegt né sögulegt tilkall til neins hér.“+