Jeremía
10 Heyrið orðið sem Jehóva hefur talað gegn ykkur, Ísraelsmenn. 2 Jehóva segir:
3 Siðir þjóðanna eru sjálfsblekking.*
Handverksmaður heggur tré í skóginum
og sker það út með verkfæri sínu.+
5 Þessi skurðgoð geta ekki talað,+ ekkert frekar en fuglahræða á gúrkuakri.
Menn þurfa að bera þau því að þau geta ekki gengið.+
Óttist þau ekki því að þau geta ekki gert neitt mein
og heldur ekki neitt gott.“+
6 Enginn er eins og þú, Jehóva.+
Þú ert mikill og nafn þitt er mikið og máttugt.
7 Ættu ekki allir að óttast þig, þú konungur þjóðanna?+
Þú átt það skilið því að meðal allra vitringa þjóðanna og í öllum konungsríkjum þeirra
jafnast enginn á við þig.+
8 Þeir eru allir óskynsamir og heimskir.+
Það er alger sjálfsblekking* að ráðfæra sig við trjádrumb.+
9 Silfurplötur eru fluttar inn frá Tarsis+ og gull frá Úfas,
efniviður handverksmanns og málmsmiðs.
Skurðgoðin klæðast bláu garni og purpuralitri ull.
Þau eru öll gerð af hæfileikafólki.
10 En Jehóva er hinn sanni Guð.
Hann er lifandi Guð+ og eilífur konungur.+
Jörðin nötrar undan reiði hans+
og engin þjóð stenst heift hans.
11* Þetta skuluð þið segja þeim:
„Guðirnir sem sköpuðu ekki himin og jörð
munu hverfa af jörðinni og undan himninum.“+
12 Hann skapaði jörðina með mætti sínum,
grundvallaði heiminn með visku sinni+
og þandi út himininn með þekkingu sinni.+
13 Þegar hann lætur rödd sína hljóma
ókyrrast vötnin á himni+
14 Hver einasti maður er óskynsamur og lætur heimsku sína í ljós.
15 Þau eru einskis nýt,* hlægileg.+
Þau farast á degi uppgjörsins.
16 Hann sem er hlutdeild Jakobs er ekki eins og þau
því að hann skapaði allt
Jehóva hersveitanna er nafn hans.+
17 Taktu böggul þinn upp af jörðinni,
þú kona sem býrð við umsátur,
18 því að Jehóva segir:
„Núna fleygi ég íbúum landsins burt+
og læt þá líða mikla neyð.“
19 Aumingja ég því að hrun mitt er mikið,+
sár mitt er ólæknandi.
Ég sagði: „Þetta er sjúkdómur minn og ég þarf að þola hann.
20 Tjald mitt er eyðilagt og tjaldstögin öll slitin sundur.+
Synir mínir hafa yfirgefið mig og eru ekki lengur hér.+
Enginn er eftir til að reisa tjald mitt og festa upp tjalddúkana.
Þess vegna sýndu þeir ekki visku
og öll hjörð þeirra tvístraðist.“+
22 Hlustið! Fréttir voru að berast!
Miklar drunur heyrast frá landinu í norðri.+
Borgir Júda verða lagðar í eyði, gerðar að bæli sjakala.+
23 Ég veit, Jehóva, að það er ekki mannsins að velja leið sína.
Hann getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum á göngunni.*+