Esrabók
8 Þetta er skrá yfir ættir þeirra sem fóru með mér heim frá Babýlon í stjórnartíð Artaxerxesar konungs+ og yfir ættarhöfðingja þeirra: 2 Af afkomendum Pínehasar:+ Gersóm. Af afkomendum Ítamars:+ Daníel. Af afkomendum Davíðs: Hattús. 3 Af afkomendum Sekanja og afkomendum Parósar: Sakaría og með honum skráðir 150 karlmenn. 4 Af afkomendum Pahats Móabs:+ Elíóenaí Serahjason og með honum 200 karlmenn. 5 Af afkomendum Sattú:+ Sekanja Jahasíelsson og með honum 300 karlmenn. 6 Af afkomendum Adíns:+ Ebed Jónatansson og með honum 50 karlmenn. 7 Af afkomendum Elams:+ Jesaja Ataljason og með honum 70 karlmenn. 8 Af afkomendum Sefatja:+ Sebadía Mikaelsson og með honum 80 karlmenn. 9 Af afkomendum Jóabs: Óbadía Jehíelsson og með honum 218 karlmenn. 10 Af afkomendum Baní: Selómít Jósifjason og með honum 160 karlmenn. 11 Af afkomendum Bebaí:+ Sakaría Bebaíson og með honum 28 karlmenn. 12 Af afkomendum Asgads:+ Jóhanan Hakkatansson og með honum 110 karlmenn. 13 Af afkomendum Adóníkams,+ þeir sem voru síðastir: Elífelet, Jeíel og Semaja og með þeim 60 karlmenn. 14 Af afkomendum Bigvaí:+ Útaí og Sabbúd og með þeim 70 karlmenn.
15 Ég safnaði þeim saman við fljótið sem rennur til Ahava+ og við vorum þar í tjöldum í þrjá daga. En þegar ég kannaði búðirnar fann ég enga Levíta meðal fólksins og prestanna. 16 Þá sendi ég eftir forystumönnunum Elíeser, Aríel, Semaja, Elnatan, Jaríb, Elnatan, Natan, Sakaría og Mesúllam og kennurunum Jójaríb og Elnatan. 17 Ég gaf þeim fyrirmæli um að fara til Iddós, leiðtoga í Kasifja, og segja honum og bræðrum hans, musterisþjónunum* í Kasifja, að útvega okkur menn til að þjóna í húsi Guðs okkar. 18 Þar sem hönd Guðs var með okkur sendu þeir okkur Serebja,+ vitran mann sem var kominn af Mahelí,+ sonarsyni Leví Ísraelssonar, og einnig syni hans og bræður, alls 18 menn. 19 Þeir sendu einnig Hasabja og með honum Jesaja Meraríta,+ bræður hans og syni þeirra, alls 20 menn. 20 Og af musterisþjónunum,* sem Davíð og höfðingjarnir höfðu skipað til að þjóna Levítunum, sendu þeir 220 menn sem voru allir skráðir með nafni.
21 Síðan lýsti ég yfir að við skyldum fasta þarna við Ahavafljót til að auðmýkja okkur frammi fyrir Guði okkar, leita leiðsagnar hans fyrir ferðina og biðja hann að vernda okkur, börn okkar og eigur. 22 Ég kunni ekki við að biðja konung um hermenn og riddara til að vernda okkur fyrir óvinum á leiðinni því að við höfðum sagt við hann: „Hönd Guðs okkar er með öllum sem leita hans+ en máttur hans og reiði bitnar á öllum sem yfirgefa hann.“+ 23 Við föstuðum því og lögðum málið fyrir Guð okkar í bæn og hann bænheyrði okkur.+
24 Ég valdi síðan 12 af leiðtogum prestanna, þá Serebja og Hasabja+ ásamt tíu bræðrum þeirra. 25 Því næst vó ég silfrið, gullið og áhöldin sem konungur, ráðgjafar hans og höfðingjar og allir Ísraelsmenn sem voru viðstaddir höfðu gefið til húss Guðs okkar.+ 26 Ég vó og fékk þeim 650 talentur* silfurs, 100 silfuráhöld, tveggja talenta virði, 100 talentur gulls, 27 20 litlar gullskálar sem voru 1.000 daríka* virði og tvö ker úr rauðgljáandi gæðakopar sem voru eins dýrmæt og gull.
28 Síðan sagði ég við þá: „Þið eruð heilagir í augum Jehóva+ og áhöldin eru heilög, og silfrið og gullið er sjálfviljafórn handa Jehóva, Guði forfeðra ykkar. 29 Gætið þess vandlega þar til þið hafið vegið það frammi fyrir leiðtogum prestanna og Levítanna og ættarhöfðingjum Ísraels í herbergjum* húss Jehóva í Jerúsalem.“+ 30 Prestarnir og Levítarnir tóku þá við silfrinu, gullinu og áhöldunum sem höfðu verið vegin, til þess að fara með þau í hús Guðs okkar í Jerúsalem.
31 Loks lögðum við af stað frá Ahavafljóti+ á 12. degi fyrsta mánaðarins+ og héldum til Jerúsalem. Guð hélt hendi sinni yfir okkur og verndaði okkur fyrir árásum óvina og ræningjum sem sátu fyrir okkur á leiðinni. 32 Við komum síðan til Jerúsalem+ og vorum þar í þrjá daga. 33 En á fjórða degi vógum við silfrið, gullið og áhöldin í húsi Guðs okkar+ og afhentum þau Meremót,+ syni Úría prests. Með honum var Eleasar Pínehasson og með þeim Levítarnir Jósabad+ Jesúason og Nóadja Binnúíson.+ 34 Allt var talið og vegið og þyngdin var skráð. 35 Þeir sem komu úr útlegðinni, hinir herleiddu, færðu Guði Ísraels brennifórnir: 12 naut+ fyrir allan Ísrael, 96 hrúta,+ 77 hrútlömb og 12 geithafra+ í syndafórn. Allt var þetta brennifórn handa Jehóva.+
36 Við afhentum síðan skattlandsstjórum* konungs og landstjórunum handan Fljótsins*+ tilskipun konungs+ og þeir veittu þjóðinni og húsi hins sanna Guðs stuðning sinn.+