Jesaja
45 Þetta segi ég, Jehóva, við minn smurða, við Kýrus,+
sem ég hef tekið í hægri höndina á+
til að leggja þjóðir undir hann,+
til að afvopna* konunga
og opna fyrir honum dyrnar
svo að borgarhliðin verði ekki lokuð:
Ég mölva koparhurðirnar
og slagbrandana úr járni hegg ég af.+
3 Ég gef þér fjársjóðina sem eru í myrkrinu
og auðæfin sem eru falin á leyndum stöðum+
svo að þú skiljir að ég er Jehóva,
Guð Ísraels, sem kalla þig með nafni.+
4 Vegna Jakobs þjóns míns og Ísraels, míns útvalda,
kalla ég þig með nafni.
Ég gef þér heiðursnafn þó að þú hafir ekki þekkt mig.
5 Ég er Jehóva og enginn annar er til.
Enginn Guð er til nema ég.+
Ég styrki þig* þó að þú hafir ekki þekkt mig
6 svo að menn viti
frá austri til vesturs*
að enginn er til nema ég.+
Ég er Jehóva og enginn annar er til.+
Ég, Jehóva, geri allt þetta.
Jörðin opnist svo að frelsunin grói
og láti hún réttlætið spretta.+
Ég, Jehóva, hef komið því til leiðar.“
9 Illa fer fyrir þeim sem berst gegn skapara sínum*
því að hann er bara leirbrot
innan um hin leirbrotin sem liggja á jörðinni.
Á leirinn að segja við leirkerasmiðinn:* „Hvað ertu að gera?“+
Eða á verk hans að segja: „Hann er ekki með hendur“?*
10 Illa fer fyrir þeim sem segir við föður: „Hvers konar afkvæmi munt þú eignast?“
og við konu: „Hvað ert þú að fæða?“
11 Þetta segir Jehóva, Hinn heilagi Ísraels,+ sá sem myndaði hann:
„Véfengirðu orð mín um það sem koma skal
og skipar mér fyrir varðandi syni mína+ og verk handa minna?
12 Ég gerði jörðina+ og skapaði manninn á henni.+
Hann mun reisa borg mína+
og láta útlaga mína lausa+ án endurgjalds eða mútu,“+ segir Jehóva hersveitanna.
14 Jehóva segir:
Þeir munu ganga fjötraðir á eftir þér,
þeir koma og krjúpa fyrir þér.+
Þeir segja við þig með lotningu: ‚Guð er sannarlega með þér+
og enginn annar er til, enginn annar er Guð.‘“
16 Menn verða sér til skammar og verða auðmýktir.
Skurðgoðasmiðirnir ganga allir burt með smán.+
17 En Jehóva frelsar Ísrael og sú frelsun varir að eilífu.+
Aldrei að eilífu þurfið þið að skammast ykkar né verða smánaðir.+
18 Þetta segir Jehóva,
skapari himins,+ hinn sanni Guð,
hann sem mótaði jörðina og myndaði hana svo að hún stæði stöðug,+
sem skapaði hana ekki til einskis* heldur til að hún væri byggð:+
„Ég er Jehóva og enginn annar er til.
19 Ég talaði ekki á leyndum stað,+ í landi myrkurs.
Ég sagði ekki við afkomendur Jakobs:
‚Leitið mín til einskis.‘
Ég er Jehóva og segi það sem er satt* og boða það sem er rétt.+
20 Safnist saman og komið.
Gangið nær, þið sem hafið flúið frá þjóðunum.+
Þeir vita ekkert, þeir sem ganga um með skurðgoð
og biðja til guðs sem getur ekki bjargað þeim.+
21 Segið frá og flytjið mál ykkar.
Ráðfærið ykkur hver við annan.
Hver sagði þetta fyrir forðum daga
og boðaði það endur fyrir löngu?
Var það ekki ég, Jehóva?
23 Ég hef svarið við sjálfan mig,
orðið sem kemur af munni mínum er sannleikur
og það snýr ekki aftur:+
Hvert hné mun beygja sig fyrir mér
og hver tunga sverja mér hollustueið+
24 og segja: ‚Hjá Jehóva er ósvikið réttlæti og styrkur.
Allir sem rísa gegn honum koma fram fyrir hann með skömm.