Markús segir frá
3 Jesús gekk aftur inn í samkunduhús. Þar var maður með visna* hönd.+ 2 Farísear fylgdust vandlega með honum til að sjá hvort hann myndi lækna manninn á hvíldardegi því að þeir vildu ákæra hann. 3 Hann sagði við manninn með visnu* höndina: „Stattu upp og komdu fram í miðjan salinn.“ 4 Síðan spurði hann þá: „Er leyfilegt að gera gott eða illt á hvíldardegi, að bjarga lífi eða deyða?“+ En þeir þögðu. 5 Hann leit á þá sem voru í kringum hann, reiður og miður sín yfir kaldlyndi þeirra,+ og sagði við manninn: „Réttu fram höndina.“ Hann rétti fram höndina og hún varð heilbrigð. 6 Þá gengu farísearnir út og tóku þegar í stað að leggja á ráðin með fylgismönnum Heródesar+ um að drepa hann.
7 En Jesús hélt niður að vatninu með lærisveinum sínum og mikill mannfjöldi frá Galíleu og Júdeu fylgdi honum.+ 8 Þegar fólk heyrði um allt sem hann gerði flykktist það til hans, jafnvel frá Jerúsalem og Ídúmeu, frá svæðinu handan Jórdanar og nágrenni Týrusar og Sídonar. 9 Jesús sagði lærisveinunum að hafa lítinn bát til reiðu handa sér svo að mannfjöldinn þrengdi ekki að honum. 10 Þar sem hann læknaði marga þyrptust að honum allir sem voru haldnir alvarlegum sjúkdómum til að snerta hann.+ 11 Jafnvel þeir sem voru haldnir óhreinum öndum+ féllu fram fyrir honum þegar þeir sáu hann og hrópuðu: „Þú ert sonur Guðs!“+ 12 En hann harðbannaði þeim margsinnis að segja frá hver hann væri.+
13 Hann fór upp á fjall, kallaði saman þá sem hann hafði í huga+ og þeir komu til hans.+ 14 Hann valdi* 12 manna hóp og nefndi þá postula. Þeir áttu að fylgja honum og hann ætlaði að senda þá út til að boða fagnaðarboðskapinn 15 og gefa þeim vald til að reka út illa anda.+
16 Í þessum 12 manna hópi+ sem hann valdi* voru Símon, sem hann nefndi einnig Pétur,+ 17 Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir Jakobs (hann nefndi þá einnig Boanerges sem þýðir ‚þrumusynir‘),+ 18 Andrés, Filippus, Bartólómeus, Matteus, Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus, Símon Kananeus* 19 og Júdas Ískaríot sem síðar sveik hann.
Síðan fór hann inn í hús 20 og mannfjöldinn þyrptist að á nýjan leik svo að þeir gátu ekki einu sinni fengið sér að borða. 21 En þegar ættingjar hans fréttu það fóru þeir til að sækja hann því að þeir sögðu: „Hann er genginn af vitinu.“+ 22 Og fræðimennirnir sem komu ofan frá Jerúsalem sögðu: „Beelsebúl* er í honum og hann rekur út illu andana með hjálp höfðingja illu andanna.“+ 23 Þess vegna kallaði Jesús þá til sín og talaði til þeirra í líkingum: „Hvernig getur Satan rekið Satan út? 24 Ef sundrung verður í ríki fær ríkið ekki staðist+ 25 og ef sundrung verður í fjölskyldu fær fjölskyldan ekki staðist. 26 Hið sama er að segja um Satan. Ef hann hefur snúist gegn sjálfum sér og er orðinn sundraður fær hann ekki staðist heldur er úti um hann. 27 Reyndar getur enginn sem fer inn í hús hjá sterkum manni stolið eigum hans nema hann bindi fyrst manninn. Þá fyrst getur hann rænt hús hans. 28 Trúið mér, mönnunum verður fyrirgefið allt, hvaða syndir sem þeir drýgja og hvernig sem þeir lastmæla. 29 En þeim sem lastmælir gegn heilögum anda verður aldrei fyrirgefið,+ hann er sekur um eilífa synd.“+ 30 Hann sagði þetta vegna þess að þeir sögðu: „Hann er haldinn óhreinum anda.“+
31 Nú komu móðir hans og bræður.+ Þau stóðu fyrir utan og sendu eftir honum.+ 32 Fjöldi fólks sat í kringum hann og honum var sagt: „Móðir þín og bræður eru fyrir utan og spyrja eftir þér.“+ 33 Hann svaraði: „Hver eru móðir mín og bræður?“ 34 Síðan leit hann á þá sem sátu í kringum hann og sagði: „Sjáið, hér eru móðir mín og bræður.+ 35 Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn og systir og móðir.“+