Jesaja
Ég hef látið anda minn koma yfir hann.+
Hann mun færa þjóðunum réttlæti.+
Í trúfesti kemur hann á réttlæti.+
5 Þetta segir hinn sanni Guð, Jehóva,
hinn mikli Guð sem skapaði himininn og þandi hann út,+
hann sem breiddi út jörðina með öllu sem á henni vex,+
sem gefur íbúum hennar andardrátt+
og þeim anda sem ganga á henni:+
6 „Ég, Jehóva, hef kallað þig í réttlæti mínu
og tekið í hönd þína.
Ég vernda þig og geri þig að sáttmála fyrir fólkið+
og ljósi fyrir þjóðirnar+
7 til að þú opnir augu blindra,+
leiðir fangann út úr dýflissunni
og þá sem sitja í myrkri út úr fangelsinu.+
8 Ég er Jehóva, það er nafn mitt.
9 Það sem ég hef áður sagt er komið fram
og nú boða ég nýja hluti.
Ég segi ykkur frá þeim áður en örlar fyrir þeim.“+
lofsyngið hann frá endimörkum jarðar,+
þið sæfarar og allt sem í hafinu er,
þið eyjar og íbúar þeirra.+
Þeir sem búa á klettunum fagni,
þeir hrópi af fjallatindunum.
13 Jehóva heldur af stað eins og kappi.+
Hann brennur af ákafa eins og stríðsmaður.+
Hann hrópar, já, hann rekur upp heróp.
Hann reynist óvinum sínum yfirsterkari.+
14 „Ég hef þagað lengi.
Ég var hljóður og hafði hemil á mér.
En nú styn ég eins og kona í fæðingu,
mása og stend á öndinni.
15 Ég legg fjöll og hæðir í eyði
og læt allt sem vex á þeim visna.
Þetta geri ég fyrir þá og ég yfirgef þá ekki.“
17 Þeir sem reiða sig á skurðgoð,
þeir sem segja við málmlíkneskin:* „Þið eruð guðir okkar,“
neyðast til að hörfa með skömm.+
19 Hver er blindur eins og þjónn minn,
heyrnarlaus eins og sendiboði minn?
Hver er eins blindur og sá sem fær launin,
eins blindur og þjónn Jehóva?+
20 Þú sérð margt en gefur því ekki gaum.
Eyrun eru opin en þú hlustar ekki.+
21 Vegna réttlætis síns
hefur Jehóva ánægju af að sýna hve mikil og stórfengleg lög hans eru.*
Farið er ránshendi um landið en enginn bjargar þeim,+
þeir eru rændir en enginn segir: „Skilið þeim!“
23 Hver ykkar heyrir þetta?
Hver gefur því gaum og dregur lærdóm af því?
24 Hver hefur gert Jakob að ránsfeng
og gefið Ísrael ræningjum á vald?
Er það ekki Jehóva, hann sem við syndguðum gegn?
Logar stríðsins eyddu öllu í kringum þá en þeir gáfu því engan gaum.+
Þeir blossuðu gegn þeim en þeir tóku það ekki til sín.+