Fyrri Konungabók
3 Salómon stofnaði til hjúskapartengsla við faraó Egyptalandskonung. Hann giftist* dóttur faraós+ og kom með hana til Davíðsborgar+ þar sem hún bjó þangað til hann hafði lokið við að byggja sér hús,+ byggja Jehóva musteri+ og reisa múrinn kringum Jerúsalem.+ 2 Í þá daga færði fólkið fórnir á fórnarhæðunum+ því að enn var ekki búið að reisa hús nafni Jehóva til heiðurs.+ 3 Salómon elskaði Jehóva og sýndi það með því að fylgja skipunum Davíðs föður síns. Samt færði hann sláturfórnir og lét þær líða upp í reyk á fórnarhæðunum.+
4 Salómon konungur fór til Gíbeon til að færa sláturfórnir því að þar var helsta fórnarhæðin.*+ Þar færði hann 1.000 brennifórnir á altarinu.+ 5 Nótt eina í Gíbeon birtist Jehóva Salómon í draumi. „Hvað viltu að ég gefi þér?“ spurði Guð.+ 6 Salómon svaraði: „Þú sýndir þjóni þínum, Davíð föður mínum, mikla góðvild* því að hann gekk frammi fyrir þér í trúfesti og réttlæti og hjartans einlægni. Þú sýnir honum enn þessa miklu góðvild* og hefur gefið honum son sem situr nú í hásæti hans.+ 7 Jehóva Guð minn, þú hefur gert mig, þjón þinn, að konungi í stað Davíðs föður míns þó að ég sé bæði ungur og óreyndur.+ 8 Þjónn þinn ríkir yfir útvalinni þjóð þinni,+ þjóð sem er svo fjölmenn að ekki er hægt að telja hana. 9 Gefðu því þjóni þínum hlýðið hjarta til að geta dæmt þjóð þína+ og greint milli góðs og ills.+ Hver gæti annars dæmt þessa fjölmennu* þjóð þína?“
10 Það gladdi Jehóva að Salómon skyldi biðja um þetta.+ 11 Guð sagði við hann: „Þar sem þú baðst um þetta, en baðst ekki um langlífi, auð eða líf* óvina þinna heldur um skilning til að dæma í málum manna,+ 12 þá vil ég verða við beiðni þinni.+ Ég gef þér viturt og skynugt hjarta+ svo að enginn jafnist á við þig, hvorki á undan þér né eftir þig.+ 13 En ég ætla líka að gefa þér það sem þú hefur ekki beðið um,+ bæði auð og heiður,+ svo að enginn konungur jafnist á við þig alla þína ævi.*+ 14 Og ef þú gengur á vegum mínum með því að halda skipanir mínar og boðorð eins og Davíð faðir þinn gerði+ mun ég einnig gefa þér langlífi.“*+
15 Þegar Salómon vaknaði gerði hann sér grein fyrir að þetta hafði verið draumur. Hann fór til Jerúsalem og gekk fram fyrir sáttmálsörk Jehóva. Þar færði hann brennifórnir og samneytisfórnir+ og sló upp veislu handa öllum þjónum sínum.
16 Einhverju sinni komu tvær vændiskonur og gengu fyrir konung. 17 Önnur þeirra sagði: „Herra minn, ég bý í sama húsi og þessi kona. Ég fæddi barn meðan hún var heima. 18 Á þriðja degi eftir að ég fæddi eignaðist þessi kona líka barn. Við vorum þar saman. Enginn var í húsinu nema við tvær. 19 Um nóttina dó sonur þessarar konu því að hún hafði lagst ofan á hann. 20 Hún fór fram úr um miðja nótt og tók son minn frá mér meðan ég, ambátt þín, svaf. Hún lagði hann hjá sér* en dáinn son sinn lagði hún hjá mér. 21 Þegar ég fór á fætur um morguninn til að gefa syni mínum brjóst sá ég að hann var dáinn. Ég virti hann betur fyrir mér og sá að þetta var ekki sonur minn sem ég hafði fætt.“ 22 En hin konan sagði: „Nei, það er sonur minn sem er lifandi, þinn sonur er dáinn.“ En sú fyrri sagði: „Nei, það er sonur þinn sem er dáinn, minn sonur er lifandi.“ Þannig rifust þær frammi fyrir konungi.
23 Að lokum sagði konungur: „Önnur segir: ‚Það er sonur minn sem er lifandi en sonur þinn er dáinn,‘ en hin segir: ‚Nei, það er sonur þinn sem er dáinn en sonur minn er lifandi.‘“ 24 Konungur hélt áfram: „Færið mér sverð.“ Og honum var fært sverð. 25 Síðan sagði konungur: „Höggvið lifandi barnið í tvennt og gefið konunum sinn helminginn hvorri.“ 26 Móðurástin brann þá í brjósti konunnar sem átti lifandi soninn og hún grátbað konung: „Nei, herra minn! Gefðu henni barnið sem lifir! Dreptu það ekki!“ En hin konan sagði: „Hvorug okkar skal eiga það. Höggvið það í tvennt!“ 27 Þá sagði konungur: „Gefið fyrri konunni barnið sem lifir. Drepið það ekki því að hún er móðir þess.“
28 Allir Ísraelsmenn fréttu af dómi konungs og þeir fylltust lotningu* fyrir honum+ því að þeir skildu að Guð hafði gefið honum visku til að dæma af réttvísi.+