Sálmur
Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.
2 Hann dró mig upp úr ólgandi gryfju,
upp úr aur og leðju.
Hann lét mig standa á kletti
og veitti mér örugga fótfestu.
3 Síðan lagði hann mér nýjan söng í munn,+
lofsöng til Guðs okkar.
Margir sjá þetta og fyllast lotningu
og setja traust sitt á Jehóva.
4 Sá er hamingjusamur sem treystir Jehóva
og leitar ekki til uppreisnargjarnra og svikulla* manna.
Enginn jafnast á við þig.+
Ég gæti ekki sagt frá öllum verkum þínum þótt ég reyndi
því að þau eru fleiri en ég get talið.+
Þú baðst ekki um brennifórnir og syndafórnir.+
7 Þá sagði ég: „Ég er kominn.
Í bókrollunni er skrifað um mig.+
9 Ég flyt fagnaðarboðskapinn um réttlæti þitt í stórum söfnuði,+
ég held ekki aftur af vörum mínum+
eins og þú veist vel, Jehóva.
10 Réttlæti þínu held ég ekki leyndu í hjarta mínu,
ég segi frá trúfesti þinni og björgun,
ég fer ekki leynt með tryggan kærleika þinn og sannleika í hinum stóra söfnuði.“+
11 Taktu ekki miskunn þína frá mér, Jehóva,
megi tryggur kærleikur þinn og sannleikur stöðugt vernda mig.+
12 Hörmungarnar sem umkringja mig eru fleiri en ég get talið.+
Syndir mínar eru svo margar að þær byrgja mér sýn,+
þær eru fleiri en hárin á höfði mínu
og ég hef misst móðinn.
13 Ég bið þig, Jehóva, bjargaðu mér.+
Jehóva, hjálpaðu mér fljótt.+
14 Allir sem sækjast eftir lífi mínu
verði sér til smánar og skammar.
Þeir sem gleðjast yfir ógæfu minni
flýi með skömm.
15 Láttu þá sem hæðast að mér og segja: „Gott á þig,“
hrylla við eigin niðurlægingu.
Þeir sem elska björgun þína segi ávallt:
„Jehóva sé hátt upp hafinn.“+
17 En ég er hrjáður og fátækur.
Hugsaðu til mín, Jehóva,
því að þú ert hjálp mín og frelsari.+
Guð minn, bíddu ekki of lengi.+