Bréfið til Rómverja
7 Vitið þið ekki, bræður og systur – ég tala við þá sem þekkja lögin – að lögin ráða yfir manninum eins lengi og hann lifir? 2 Gift kona er til dæmis bundin manni sínum samkvæmt lögum meðan hann lifir en ef maðurinn deyr er hún leyst undan lögum hans.+ 3 Þess vegna telst það hjúskaparbrot ef hún verður kona annars manns meðan eiginmaður hennar er á lífi.+ En ef maðurinn hennar deyr er hún laus undan lögum hans og þá fremur hún ekki hjúskaparbrot þótt hún verði kona annars manns.+
4 Eins er með ykkur, bræður mínir og systur. Þið dóuð gagnvart lögunum þegar líkama Krists var fórnað til að þið gætuð tilheyrt öðrum,+ honum sem var reistur upp frá dauðum.+ Þannig getum við borið ávöxt Guði til dýrðar.+ 5 Þegar við fylgdum löngunum holdsins voru syndugar ástríður, sem lögin vöktu til lífs,* að verki í líkama* okkar og báru ávöxt sem leiðir til dauða.+ 6 En nú erum við leyst undan lögunum+ þar sem við erum dáin gagnvart því sem hélt okkur í fjötrum. Við getum því verið þrælar á nýjan hátt vegna áhrifa andans+ en ekki á gamla mátann með því að fylgja lagasafninu.+
7 Hvað eigum við þá að segja? Eru lögin gölluð?* Alls ekki. Ég hefði ekki þekkt syndina ef ekki væri fyrir lögin.+ Ég hefði til dæmis ekki vitað um girndina ef ekki hefði staðið í lögunum: „Þú skalt ekki girnast.“+ 8 En syndin greip tækifærið sem boðorðið gaf henni og vakti hjá mér alls konar girndir því að án laga var syndin dauð.+ 9 Ég lifði einu sinni án laga. En þegar boðorðið kom lifnaði syndin við en ég dó.+ 10 Og boðorðið, sem átti að verða til lífs,+ reyndist vera til dauða. 11 Syndin greip tækifærið sem boðorðið gaf henni, tældi mig og drap mig með því. 12 Lögin sjálf eru þannig heilög og boðorðið er heilagt, réttlátt og gott.+
13 Þýðir það að hið góða hafi orðið til þess að ég dó? Auðvitað ekki. Það var syndin sem varð mér að bana. Lögin eru góð en þau drógu fram að syndin varð mér að bana.+ Boðorðið sýndi þannig fram á hve skaðleg syndin er.+ 14 Við vitum að lögin eru andleg en ég er holdlegur, seldur á vald syndarinnar.+ 15 Ég skil ekki af hverju ég geri það sem ég geri því að ég geri ekki það sem ég vil heldur það sem ég hata. 16 Þegar ég geri það sem ég vil ekki viðurkenni ég að lögin séu góð. 17 En nú er það ekki lengur ég sem geri þetta heldur syndin sem býr í mér.+ 18 Ég veit að það býr ekkert gott í mér, það er að segja í holdi mínu. Mig langar til að gera það sem er rétt en er ekki fær um það.+ 19 Ég geri ekki hið góða sem ég vil heldur geri ég hið illa sem ég vil ekki. 20 Ef ég geri það sem ég vil ekki er það eiginlega ekki ég sem geri það heldur syndin sem býr í mér.
21 Þannig reynist mér það eins og lögmál að þegar ég vil gera það sem er rétt hef ég tilhneigingu til að gera það sem er illt.+ 22 Innst inni hef ég yndi af lögum Guðs+ 23 en ég sé annað lögmál í líkama* mínum sem berst gegn lögum hugar míns+ og gerir mig að fanga undir lögmáli+ syndarinnar sem býr í mér.* 24 Ég er aumkunarverður maður. Hver getur frelsað mig frá líkamanum sem dregur mig til dauða með þessum hætti? 25 Ég þakka Guði sem bjargar mér fyrir milligöngu Jesú Krists, Drottins okkar. Ég er sem sagt þræll undir lögum Guðs með huga mínum en undir lögum syndarinnar með líkama mínum.+