Síðari Samúelsbók
8 Nokkru síðar barðist Davíð við Filistea+ og sigraði þá+ og tók Meteg Amma úr höndum þeirra.
2 Hann sigraði líka Móabíta.+ Hann lét þá leggjast á jörðina og mældi þá með snúru. Hann mældi tvær snúrulengdir til lífláts og eina til lífs.+ Síðan urðu Móabítar skattskyldir þegnar Davíðs.+
3 Davíð sigraði Hadadeser Rehóbsson, konung í Sóba,+ en Hadadeser var þá í leiðangri til að endurheimta fyrri völd sín við Efratfljót.+ 4 Davíð tók til fanga 1.700 riddara og 20.000 fótgönguliða. Síðan skar hann í sundur hásinarnar á öllum vagnhestunum+ að 100 undanskildum.
5 Þegar Sýrlendingar frá Damaskus+ komu til að hjálpa Hadadeser, konungi í Sóba, lagði Davíð 22.000 þeirra að velli.+ 6 Síðan kom Davíð setuliðum fyrir í Sýrlandi, sem er kennt við Damaskus, og Sýrlendingar urðu skattskyldir þegnar hans. Jehóva veitti Davíð sigur hvert sem hann fór.+ 7 Davíð tók gullskildina sem menn Hadadesers báru og fór með þá til Jerúsalem.+ 8 Hann tók einnig gríðarlegt magn af kopar í Beta og Berótaj, borgum Hadadesers.
9 Þegar Tói, konungur í Hamat,+ frétti að Davíð hefði sigrað allan her Hadadesers+ 10 sendi hann Jóram son sinn til Davíðs konungs til að flytja honum kveðju og óska honum til hamingju með sigurinn á Hadadeser, en Tói hafði oft átt í stríði við Hadadeser. Jóram færði honum gripi úr silfri, gulli og kopar. 11 Davíð konungur helgaði gripina Jehóva eins og hann gerði við silfrið og gullið sem hann hafði tekið frá öllum þjóðunum sem hann hafði sigrað:+ 12 frá Sýrlandi og Móab+ og frá Ammónítum, Filisteum+ og Amalekítum.+ Það sama hafði hann gert við herfangið frá Hadadeser+ Rehóbssyni, konungi í Sóba. 13 Davíð vann sér það einnig til frægðar að fella 18.000 Edómíta í Saltdalnum.+ 14 Hann kom fyrir setuliðum í Edóm, í öllu Edómslandi, og allir Edómítar urðu þjónar hans.+ Jehóva veitti Davíð sigur hvert sem hann fór.+
15 Davíð ríkti yfir öllum Ísrael+ og sá til þess að öll þjóðin nyti réttar og réttlætis.+ 16 Jóab+ Serújuson var settur yfir herinn og Jósafat+ Ahílúðsson var ríkisritari.* 17 Sadók+ Ahítúbsson og Ahímelek Abjatarsson voru prestar og Seraja var ritari. 18 Benaja+ Jójadason var settur yfir Keretana og Peletana+ og synir Davíðs fengu háar stöður við hirðina.*