Amos
2 Þetta segir Jehóva:
‚„Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa* Móabs+ dreg ég dóm minn ekki til baka.
Hann brenndi bein konungsins í Edóm svo að þau urðu að kalki.
2 Þess vegna sendi ég eld gegn Móab
sem gleypir virkisturna Keríót.+
Móab mun deyja í orrustugný,
við heróp og hornaþyt.+
4 Þetta segir Jehóva:
‚Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Júda+ dreg ég dóm minn ekki til baka.
Þeir höfnuðu lögum* Jehóva
og héldu ekki fyrirmæli hans+
heldur létu afvegaleiðast af sömu lygum og forfeður þeirra féllu fyrir.+
6 Þetta segir Jehóva:
‚Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Ísraels+ dreg ég dóm minn ekki til baka.
Þeir selja réttlátan mann fyrir silfur
og fátækan fyrir eina sandala.+
Feðgar hafa mök við sömu stúlku
og vanhelga þannig heilagt nafn mitt.
8 Þeir flatmaga hjá hverju altari+ á yfirhöfnum sem þeir hafa tekið að veði*+
og drekka vín í húsi* guða sinna fyrir fé sem fólk greiddi þeim í sekt.‘
9 ‚En það var ég sem tortímdi Amorítum og ruddi þeim úr vegi þeirra.+
Þeir voru hávaxnir eins og sedrustré og sterkir eins og eikur.
Ég eyddi ávöxtum þeirra að ofan og rótum þeirra að neðan.+
10 Ég flutti ykkur út úr Egyptalandi+
og leiddi ykkur um óbyggðirnar í 40 ár+
til að þið gætuð lagt undir ykkur land Amoríta.
Er ekki svo, Ísraelsmenn?‘ segir Jehóva.
13 Þess vegna krem ég ykkur þar sem þið standið,
rétt eins og vagn hlaðinn kornknippum kremur það sem verður undir honum.
14 Hinn fljóti getur ekki flúið í skjól,+
hinn sterki heldur ekki kröftum sínum
og enginn stríðskappi bjargar lífi sínu.
15 Bogaskyttan heldur ekki velli,
sá sem er frár á fæti kemst ekki undan
og riddarinn bjargar ekki lífi sínu.
16 Jafnvel hinn hugrakkasti meðal kappanna
flýr nakinn á þeim degi,‘+ segir Jehóva.“