Jobsbók
23 Job svaraði:
3 Ef ég bara vissi hvar ég fyndi Guð!+
Þá myndi ég fara þangað sem hann býr.+
4 Ég myndi leggja mál mitt fyrir hann
og bera fram allar röksemdir mínar.
5 Ég fengi að vita hverju hann svaraði mér
og myndi hlusta á það sem hann segði.
6 Myndi hann deila við mig í krafti valds síns?
Nei, ég veit að hann myndi hlusta á mig.+
7 Þá yrði mál hins réttláta útkljáð frammi fyrir honum
og dómari minn sýknaði mig í eitt skipti fyrir öll.
8 En ef ég fer austur er hann ekki þar
og ef ég sný við finn ég hann ekki.
9 Þegar hann starfar í norðri sé ég hann ekki
og snúi hann sér til suðurs sé ég hann ekki heldur.
10 En hann veit hvaða veg ég hef gengið.+
Ég kem út úr prófrauninni eins og hreint gull.+
11 Ég hef fetað náið í fótspor hans,
ég hef fylgt vegi hans og ekki vikið af honum.+
12 Ég hef ekki hvikað frá boðorðum hans.
Ég hef metið orð hans+ meira en til var ætlast af mér.*
13 Hver getur staðið gegn honum þegar hann hefur ákveðið sig?+
Þegar hann ætlar sér eitthvað gerir hann það.+
14 Já, hann kemur því til leiðar sem hann ætlar* mér
og ég má búast við mörgu öðru frá honum.
15 Þess vegna óttast ég hann
og óttinn vex þegar ég hugsa um hann.
16 Guð hefur dregið úr mér kjarkinn,
Hinn almáttugi hefur skotið mér skelk í bringu.
17 En myrkrið hefur enn ekki þaggað niður í mér
né skugginn sem hvílir yfir andliti mínu.