Fyrsta Mósebók
11 Öll jörðin hafði eitt tungumál og notaði sömu orð.* 2 Nú bar svo við þegar mennirnir ferðuðust austur á bóginn að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi+ og settust þar að. 3 Þeir sögðu hver við annan: „Komum, búum til múrsteina og herðum þá í eldi.“ Þeir notuðu múrsteina í stað grjóts og bik sem steinlím. 4 Og þeir sögðu: „Komum, byggjum okkur borg og turn sem nær til himins. Þannig sköpum við okkur nafn svo að við tvístrumst ekki um alla jörðina.“+
5 Jehóva steig þá niður til að líta á borgina og turninn sem mennirnir voru að byggja. 6 Jehóva sagði: „Þeir eru ein þjóð og tala sama tungumál.+ Þetta er aðeins byrjunin. Nú geta þeir hvað sem þeir ætla sér. 7 Förum+ þangað niður og ruglum tungumáli þeirra til að þeir skilji ekki hver annan.“ 8 Og Jehóva tvístraði þeim þaðan um alla jörðina+ og að lokum hættu þeir að byggja borgina. 9 Þess vegna var hún kölluð Babel*+ því að þar ruglaði Jehóva tungumáli allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði Jehóva mönnunum um alla jörðina.
Sem var 100 ára þegar hann eignaðist Arpaksad,+ tveim árum eftir flóðið. 11 Eftir að Arpaksad fæddist lifði Sem í 500 ár og eignaðist syni og dætur.+
12 Arpaksad var 35 ára þegar hann eignaðist Sela.+ 13 Eftir að Sela fæddist lifði Arpaksad í 403 ár og eignaðist syni og dætur.
14 Sela var 30 ára þegar hann eignaðist Eber.+ 15 Eftir að Eber fæddist lifði Sela í 403 ár og eignaðist syni og dætur.
16 Eber var 34 ára þegar hann eignaðist Peleg.+ 17 Eftir að Peleg fæddist lifði Eber í 430 ár og eignaðist syni og dætur.
18 Peleg var 30 ára þegar hann eignaðist Reú.+ 19 Eftir að Reú fæddist lifði Peleg í 209 ár og eignaðist syni og dætur.
20 Reú var 32 ára þegar hann eignaðist Serúg. 21 Eftir að Serúg fæddist lifði Reú í 207 ár og eignaðist syni og dætur.
22 Serúg var 30 ára þegar hann eignaðist Nahor. 23 Eftir að Nahor fæddist lifði Serúg í 200 ár og eignaðist syni og dætur.
24 Nahor var 29 ára þegar hann eignaðist Tera.+ 25 Eftir að Tera fæddist lifði Nahor í 119 ár og eignaðist syni og dætur.
26 Tera var orðinn 70 ára þegar hann eignaðist Abram,+ Nahor+ og Haran.
27 Þetta er saga Tera:
Tera eignaðist Abram, Nahor og Haran. Haran eignaðist Lot.+ 28 Haran dó í fæðingarlandi sínu, í Úr,+ borg Kaldea.+ Þá var Tera faðir hans enn á lífi. 29 Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí+ en kona Nahors Milka.+ Hún var dóttir Harans, föður Milku og Ísku. 30 Saraí var barnlaus þar sem hún gat ekki eignast börn.+
31 Tera tók nú Abram son sinn og Lot sonarson sinn,+ son Harans, og Saraí tengdadóttur sína, konu Abrams sonar síns, og þau lögðu af stað frá Úr, borg Kaldea, áleiðis til Kanaanslands.+ Þau komu til Haran+ og settust þar að. 32 Tera dó í Haran, 205 ára að aldri.