Önnur Mósebók
35 Síðar stefndi Móse saman öllum söfnuði Ísraelsmanna og sagði: „Þetta er það sem Jehóva hefur sagt ykkur að gera:+ 2 Sex daga megið þið vinna en sjöundi dagurinn á að vera ykkur heilagur, alger hvíldardagur helgaður Jehóva.+ Sá sem vinnur þann dag skal tekinn af lífi.+ 3 Þið megið ekki kveikja eld á hvíldardegi, óháð því hvar þið búið.“
4 Móse sagði síðan við allan söfnuð Ísraelsmanna: „Þetta eru fyrirmæli Jehóva: 5 ‚Safnið saman framlögum handa Jehóva.+ Allir sem vilja gefa Jehóva af fúsu hjarta+ færi honum framlög: gull, silfur, kopar, 6 blátt garn, purpuralita ull, skarlatsrautt garn, fínt lín, geitarhár,+ 7 rauðlituð hrútskinn, selskinn, akasíuvið, 8 lampaolíu, balsam í smurningarolíu og í ilmreykelsi,+ 9 ónyxsteina og aðra steina til að festa á hökulinn+ og brjóstskjöldinn.+
10 Allir hæfileikamenn*+ á meðal ykkar skulu koma og búa til allt sem Jehóva hefur beðið um, 11 það er tjaldbúðina með tjalddúkum hennar og yfirtjöldum, krókum og veggrömmum, þverslám, súlum og undirstöðuplötum; 12 örkina+ með burðarstöngum+ hennar og loki+ og fortjaldið+ fyrir framan hana; 13 borðið+ ásamt burðarstöngunum, öll áhöld þess og skoðunarbrauðið;+ 14 ljósastikuna+ og áhöld hennar ásamt lömpum og olíu til lýsingar;+ 15 reykelsisaltarið+ með burðarstöngunum; smurningarolíuna og ilmreykelsið;+ forhengið fyrir inngang tjaldbúðarinnar; 16 brennifórnaraltarið+ og kopargrind þess, burðarstangirnar og öll áhöldin; kerið ásamt undirstöðugrindinni;+ 17 tjöldin fyrir forgarðinn+ með súlum þeirra og undirstöðuplötum; forhengið fyrir inngang forgarðsins; 18 tjaldhæla tjaldbúðarinnar og tjaldhæla forgarðsins ásamt stögum;+ 19 fatnaðinn úr fínum vefnaði+ fyrir þjónustuna í helgidóminum, hinn heilaga fatnað Arons+ prests og prestfatnað sona hans.‘“
20 Allur söfnuður Ísraelsmanna fór nú burt frá Móse. 21 Síðan komu allir sem voru knúnir af fúsum huga og hjarta+ með framlög sín handa Jehóva, allt sem þurfti að nota í samfundatjaldið, við þjónustuna þar og í hinn heilaga fatnað. 22 Bæði karlar og konur sem vildu gefa komu stöðugt með nælur, eyrnalokka, hringi og aðra skartgripi auk alls kyns gripa úr gulli. Öll færðu þau Jehóva fórnargjafir* sínar úr gulli.+ 23 Og allir sem áttu blátt garn, purpuralita ull, skarlatsrautt garn, fínt lín, geitarhár, rauðlituð hrútskinn og selskinn komu með það. 24 Allir sem vildu gefa silfur og kopar komu með það sem framlag til Jehóva, og allir sem áttu akasíuvið í eitthvað af því sem átti að gera komu með hann.
25 Allar konur sem voru færar í handavinnu+ spunnu og komu með það sem þær höfðu spunnið: blátt garn, purpuralita ull, skarlatsrautt garn og fínt lín. 26 Og allar konur sem höfðu kunnáttu til og voru fúsar spunnu geitarhár.
27 Höfðingjarnir komu með ónyxsteina og aðra steina til að festa á hökulinn og brjóstskjöldinn,+ 28 balsam og olíu til lýsingar og í smurningarolíuna+ og ilmreykelsið.+ 29 Karlar og konur sem voru knúin af örlátu hjarta komu öll með framlag til verksins sem Jehóva hafði gefið fyrirmæli um fyrir milligöngu Móse. Ísraelsmenn færðu Jehóva það að gjöf af fúsu geði.+
30 Móse sagði nú við Ísraelsmenn: „Jehóva hefur valið Besalel Úríson, sonar Húrs, af ættkvísl Júda.+ 31 Hann hefur fyllt hann anda Guðs og gefið honum visku, skilning og færni í alls konar handverki 32 til að hanna listræna hluti, til að smíða úr gulli, silfri og kopar, 33 slípa steina og greypa þá í umgjarðir og smíða alls konar listræna hluti úr tré. 34 Og hann hefur gert hann og Oholíab+ Akísamaksson af ættkvísl Dans hæfa til að kenna öðrum. 35 Hann hefur gefið þeim hæfileika*+ til að vinna hvers kyns handverk og til að sauma út og vefa úr bláu garni, purpuralitri ull, skarlatsrauðu garni og fínu líni og vefa annars konar vefnað. Þessir menn eiga að vinna alls konar verk og hanna alls konar hluti.