Sálmur
Til tónlistarstjórans. Í símjónít.* Söngljóð eftir Davíð.
12 Bjargaðu mér, Jehóva, því að hina trygglyndu er hvergi að finna,
hinir trúu eru horfnir úr hópi mannanna.
3 Jehóva mun eyða öllum vörum sem smjaðra,
hverri tungu sem slær um sig með stóryrðum,+
4 þeim sem segja: „Með tungunni sigrum við,
með vörunum segjum við það sem okkur sýnist.
Hver getur ráðið yfir okkur?“+
5 „Hinir hrjáðu eru kúgaðir,
hinir fátæku andvarpa.+
Þess vegna rís ég upp og læt til mín taka,“ segir Jehóva.
„Ég bjarga þeim frá öllum sem smána* þá.“
7 Þú gætir þeirra, Jehóva,+
skýlir þeim að eilífu fyrir þessari kynslóð.
8 Hinir illu leika lausum hala
því að mennirnir upphefja hið illa.+