Prédikarinn
10 Dauðar flugur valda óþef og gerjun í ilmolíunni, og eins getur smá heimska varpað skugga á visku og heiður.+
2 Hjarta viturs manns vísar honum rétta leið* en hjarta hins óskynsama leiðir hann á ranga braut.*+ 3 Sama hvaða leið heimskinginn fer skortir hann alla dómgreind+ og hann gerir öllum ljóst að hann sé heimskur.+
4 Ef reiði* valdhafans blossar upp gegn þér skaltu ekki yfirgefa staðinn+ því að rósemi afstýrir miklum syndum.+
5 Til er ógæfa sem ég hef séð undir sólinni, mistök sem valdamönnum verða á:+ 6 Heimskan er sett í háu stöðurnar en hinir hæfu* skipa lágu stöðurnar.
7 Ég hef séð þjóna ríða hestum en höfðingja fótgangandi eins og þjóna.+
8 Sá sem grefur gryfju getur fallið í hana+ og þann sem rífur niður steinvegg getur höggormur bitið.
9 Sá sem vinnur grjót úr námu getur slasað sig og sá sem klýfur við stofnar sér í hættu.*
10 Ef öxin er sljó og maðurinn brýnir ekki eggina þarf hann að beita meira afli. En viska skilar árangri.
11 Ef slangan bítur áður en hún er tamin er gagnslaust að vera fær slöngutemjari.
12 Orð af munni viturs manns veita blessun+ en varir heimskingjans verða honum að falli.+ 13 Fyrstu orðin af munni hans eru heimska+ og síðustu orðin algert brjálæði. 14 En heimskinginn lætur samt dæluna ganga.+
Maðurinn veit ekki hvað mun gerast. Hver getur sagt honum hvað verður eftir hans dag?+
15 Heimskinginn verður úrvinda af striti sínu, hann ratar ekki einu sinni inn í borgina.
16 Það er mikið ólán fyrir land þegar konungurinn er bara drengur+ og höfðingjarnir hefja veisluhöld að morgni dags. 17 Það er landi til gæfu þegar konungurinn er af göfugum ættum og höfðingjarnir borða og drekka á réttum tíma til að næra sig en ekki til að verða ölvaðir.+
18 Þegar letin er mikil síga þakbjálkarnir og vegna iðjulausra handa lekur húsið.+
19 Brauð* veitir gleði og vín gerir lífið ánægjulegt+ en peningar fullnægja öllum þörfum.+
20 Bölvaðu* ekki konunginum,+ jafnvel ekki í huganum,* og bölvaðu ekki auðmanni í svefnherberginu því að fugl gæti borið óminn* með sér eða vængjað dýr haft orðin eftir.