Bréfið til Galatamanna
1 Frá Páli – postula sem er hvorki sendur né útnefndur af mönnum heldur af Jesú Kristi+ og af Guði föðurnum+ sem reisti hann upp frá dauðum – 2 og frá öllum bræðrunum sem eru með mér, til safnaðanna í Galatíu.
3 Megi Guð faðir okkar og Drottinn Jesús Kristur sýna ykkur einstaka góðvild og veita ykkur frið. 4 Kristur gaf sjálfan sig fyrir syndir okkar+ til að bjarga okkur frá núverandi illri heimsskipan*+ í samræmi við vilja Guðs okkar og föður.+ 5 Honum sé dýrðin um alla eilífð. Amen.
6 Ég furða mig á að þið skulið snúa ykkur* svona fljótt frá honum sem kallaði ykkur með einstakri góðvild Krists og taka við annars konar fagnaðarboðskap.+ 7 Ekki svo að skilja að til sé annar fagnaðarboðskapur heldur koma vissir menn ykkur úr jafnvægi+ og vilja rangfæra fagnaðarboðskapinn um Krist. 8 Jafnvel þótt við eða engill af himni boðaði ykkur eitthvað frábrugðið fagnaðarboðskapnum sem við boðuðum ykkur, þá sé hann bölvaður. 9 Ég endurtek það sem við höfum þegar sagt: Hver sem boðar ykkur fagnaðarboðskap frábrugðinn þeim sem þið hafið tekið við sé bölvaður.
10 Er ég að reyna að sannfæra menn eða Guð? Eða er ég að reyna að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum væri ég ekki þjónn Krists. 11 Ég vil að þið vitið, bræður og systur, að fagnaðarboðskapurinn sem ég boðaði ykkur á ekki upptök sín hjá mönnum.+ 12 Ég fékk hann ekki frá manni né kenndi nokkur mér hann heldur var það Jesús Kristur sem opinberaði mér hann.
13 Þið hafið auðvitað heyrt um framferði mitt í gyðingdóminum áður fyrr,+ hvernig ég ofsótti söfnuð Guðs ákaft* og reyndi að útrýma honum.+ 14 Ég var kominn lengra í gyðingdóminum en margir jafnaldrar mínir af þjóð minni þar sem ég var miklu kappsamari en þeir um að halda erfðavenjur feðra minna.+ 15 En Guði, sem lét mig fæðast* og kallaði mig í einstakri góðvild sinni,+ þóknaðist 16 að láta mig opinbera son sinn með því að boða þjóðunum+ fagnaðarboðskapinn um hann. Ég fór þá ekki og ráðfærði mig við nokkurn mann.* 17 Ég fór ekki heldur upp til Jerúsalem til þeirra sem voru postular á undan mér heldur fór ég til Arabíu og sneri síðan aftur til Damaskus.+
18 Þrem árum síðar fór ég upp til Jerúsalem+ til að heimsækja Kefas*+ og var hjá honum í 15 daga. 19 En ég hitti engan af hinum postulunum heldur aðeins Jakob+ bróður Drottins. 20 Ég fullvissa ykkur um, frammi fyrir Guði, að ég lýg ekki því sem ég skrifa ykkur.
21 Eftir þetta fór ég til Sýrlands og Kilikíu.+ 22 En kristnu söfnuðirnir í Júdeu þekktu mig ekki persónulega. 23 Þeir höfðu bara heyrt: „Maðurinn sem ofsótti okkur áður+ boðar nú fagnaðarboðskapinn um trúna sem hann reyndi áður að útrýma.“+ 24 Þeir lofuðu því Guð vegna mín.