Míka
6 Heyrið það sem Jehóva segir.
Stattu upp og gerðu grein fyrir máli þínu frammi fyrir fjöllunum
og láttu hæðirnar heyra rödd þína.+
Hann lætur Ísrael svara til saka:+
3 „Þjóð mín, hvað hef ég gert þér?
Hvernig hef ég dregið úr þér þrótt?+
Vitnaðu gegn mér.
Ég sendi Móse, Aron og Mirjam+ til þín.
5 Mundu, þjóð mín, hvað Balak konungur Móabs lagði til+
og hverju Bíleam Beórsson svaraði+
– hvað gerðist á leiðinni frá Sittím+ til Gilgal+ –
til að þú skiljir að Jehóva gerir það sem er rétt.“
6 Hvað á ég að koma með fram fyrir Jehóva?
Hvað á ég að færa Guði í hæðum þegar ég fell fram fyrir honum?
Á ég að færa honum brennifórnir,
veturgamla kálfa?+
7 Hefur Jehóva ánægju af hrútum í þúsundatali,
olíu í stríðum straumum?+
8 Hann hefur sagt þér, maður, hvað er gott.
Og til hvers ætlast Jehóva af þér?*
9 Jehóva hrópar til borgarinnar.
Þeir sem eru vitrir óttast nafn þitt.
Hlustið á vöndinn og þann sem ákvað refsinguna.+
12 Auðmenn borgarinnar beita ofbeldi
og íbúarnir fara með lygar.+
Tungan í munni þeirra er svikul.+
13 „Þess vegna slæ ég þig og særi+
og geri þig að engu vegna synda þinna.
14 Þú munt borða en ekki fá nægju þína,
þú verður svangur áfram.+
Þú getur ekki bjargað því sem þú reynir að forða
og það sem þú tekur með þér gef ég sverðinu.
15 Þú sáir en uppskerð ekki,
treður ólívur en færð ekki að nota olíuna
og pressar þrúgur en færð ekkert vín að drekka.+
16 Þú fylgir ákvæðum Omrí og öllu sem ætt Akabs hefur gert+
og ferð eftir ráðum þeirra.
Þess vegna læt ég fólk hrylla við þér
og blístra hæðnislega að íbúum borgarinnar.+
Þú þarft að þola fyrirlitningu þjóðanna.“+