Sálmur
Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.
68 Guð láti til sín taka, megi óvinir hans tvístrast
og þeir sem hata hann flýja undan honum.+
2 Feyktu þeim burt eins og reykur feykist burt.
Eins og vax bráðnar í eldi,
þannig skulu hinir illu farast frammi fyrir Guði.+
4 Lofsyngið Guð, syngið nafni hans lof.*+
Lofsyngið hann sem þeysir yfir eyðislétturnar.*
Jah* er nafn hans!+ Gleðjist frammi fyrir honum!
En hinir þrjósku* verða að búa í skrælnuðu landi.+
7 Guð, þegar þú fórst fyrir fólki þínu,+
arkaðir yfir eyðimörkina, (Sela)
8 þá skalf jörðin.+
Guð lét regn falla af himni,
Sínaí nötraði fyrir Guði, Guði Ísraels.+
9 Þú lést rigna ríkulega, Guð,
og blést nýju lífi í örmagna fólk þitt.*
10 Það bjó í tjaldbúðum þínum,+
Guð, þú annaðist hina nauðstöddu af góðvild þinni.
12 Konungarnir og hersveitir þeirra flýja,+ þeir flýja!
Hún sem situr heima fær hlut í herfanginu.+
16 Þið tindóttu fjöll, hvers vegna lítið þið öfundaraugum
Jehóva mun búa þar að eilífu.+
17 Stríðsvagnar Guðs skipta tugþúsundum, þúsundum á þúsundir ofan.+
Jehóva er kominn frá Sínaí til helgidómsins.+
þú fluttir með þér fanga,
þú tókst við mönnum að gjöf,+
jafnvel þrjóskum mönnum,+ svo að þú, Jah Guð, myndir búa meðal þeirra.
19 Lofaður sé Jehóva sem ber byrðar okkar dag eftir dag,+
hann er hinn sanni Guð sem frelsar okkur. (Sela)
22 Jehóva hefur sagt: „Ég sæki þá til Basans,+
ég sæki þá í djúp hafsins
23 svo að þú getir baðað fót þinn í blóði+
og tungur hunda þinna fái sinn hlut af óvinunum.“
24 Menn sjá sigurgöngu þína, Guð,
sigurgöngu Guðs míns og konungs í helgidóminn.+
25 Söngvarar ganga fremstir, á eftir þeim strengjaleikarar+
og í miðjunni ungar konur sem leika á tambúrínur.+
26 Lofið Guð í stórum söfnuði,
lofið Jehóva, þið sem eruð af uppsprettu Ísraels.+
27 Þar er Benjamín,+ sá yngsti, sem leggur þá undir sig,
einnig höfðingjar Júda ásamt hrópandi fylgdarliði,
höfðingjar Sebúlons, höfðingjar Naftalí.
28 Guð þinn hefur ákveðið að þú skulir vera sterkur.
Sýndu mátt þinn, Guð, og hjálpaðu okkur eins og þú hefur áður gert.+
30 Refsaðu villidýrunum í sefinu,
nautaflokkunum+ og kálfum þeirra,
þar til þjóðirnar falla fram og færa silfurgjafir.*
Tvístraðu þeim þjóðum sem elska stríð.
33 honum sem ríður yfir himininn, hinn ævaforna himin.+
Heyrið! Hann lætur rödd sína þruma, sína kraftmiklu rödd.
34 Viðurkennið mátt Guðs.+
Hátign hans er yfir Ísrael
og máttur hans í skýjunum.
35 Guð vekur lotningu þegar hann kemur frá stórfenglegum helgidómi sínum.*+
Hann er Guð Ísraels
sem gefur fólki sínu styrk og kraft.+
Lofaður sé Guð.