Fyrsta bréf Jóhannesar
1 Við segjum frá því sem var frá upphafi, því sem við höfum heyrt og séð með eigin augum, því sem við höfum virt fyrir okkur og snert með höndum okkar, það er að segja frá orði lífsins.+ 2 (Já, lífið var opinberað og við höfum séð og berum vitni+ og segjum ykkur frá eilífa lífinu+ sem var hjá föðurnum og var opinberað okkur.) 3 Við segjum ykkur frá því sem við höfum séð og heyrt+ til að þið getið átt samneyti* við okkur eins og við eigum samneyti við föðurinn og son hans, Jesú Krist.+ 4 Við skrifum þetta til að gleði okkar verði fullkomin.
5 Þetta er boðskapurinn sem við höfum heyrt frá honum og flytjum ykkur: Guð er ljós+ og í honum er alls ekkert myrkur. 6 Ef við segjum: „Við eigum samneyti við hann,“ en göngum samt áfram í myrkrinu ljúgum við og lifum ekki í samræmi við sannleikann.+ 7 En ef við göngum í ljósinu eins og hann er sjálfur í ljósinu eigum við samneyti hvert við annað, og blóð Jesú sonar hans hreinsar okkur af allri synd.+
8 Ef við segjum: „Við erum syndlaus,“ blekkjum við sjálf okkur+ og sannleikurinn býr ekki í okkur. 9 Ef við játum syndir okkar er hann trúr og réttlátur og fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti.+ 10 Ef við segjum: „Við höfum ekki syndgað,“ gerum við hann að lygara og orð hans býr ekki í okkur.