Þriðja Mósebók
11 Jehóva sagði nú við Móse og Aron: 2 „Segið Ísraelsmönnum: ‚Af þeim dýrum sem lifa á jörðinni* megið þið borða þessi:+ 3 Öll dýr sem hafa alklofnar klaufir og jórtra má borða.
4 En þessi dýr megið þið ekki borða þó að þau jórtri eða hafi klaufir: Úlfaldinn sé ykkur óhreinn. Hann jórtrar en hefur ekki klaufir.+ 5 Klettagreifinginn+ sé ykkur óhreinn. Hann jórtrar en hefur ekki klaufir. 6 Hérinn sé ykkur óhreinn því að hann jórtrar að vísu en hefur ekki klaufir. 7 Svínið+ sé ykkur einnig óhreint. Það hefur vissulega alklofnar klaufir en það jórtrar ekki. 8 Þið megið hvorki borða kjöt þeirra né snerta hræ þeirra. Þau eru ykkur óhrein.+
9 Af því sem lifir í vatni eða sjó megið þið borða allt sem hefur ugga og hreistur, hvort heldur í sjó eða ám.+ 10 En öll smádýr sem vötnin iða af og öll önnur dýr sem lifa í sjó eða ám og hafa hvorki ugga né hreistur skulu vera ykkur viðurstyggð. 11 Já, þau skulu vera ykkur viðurstyggð. Þið megið ekki borða hold nokkurs þeirra+ og þið skuluð hafa viðbjóð á hræjum þeirra. 12 Lagardýr sem hafa ekki ugga og hreistur skulu vera ykkur viðurstyggð.
13 Eftirfarandi fleyg dýr skulu vera ykkur viðurstyggð, þið megið ekki borða þau því að þau eru viðbjóðsleg: örninn,+ gjóðurinn, kuflgammurinn,+ 14 svölugleðan og hvers kyns vatnagleður, 15 hvers kyns hrafnar, 16 strúturinn, uglan, mávurinn, hvers kyns fálkar, 17 kattuglan, skarfurinn og eyruglan, 18 svanurinn, pelíkaninn, hrægammurinn, 19 storkurinn, hvers kyns hegrar, herfuglinn og leðurblakan. 20 Öll skordýr* sem skríða á fjórum fótum skulu vera ykkur viðurstyggð.
21 Af vængjuðum skordýrum sem skríða á fjórum fótum megið þið aðeins borða þau sem hafa liðskipta stökkfætur til að stökkva á jörðinni. 22 Þið megið sem sagt borða ýmsar tegundir af flökkuengisprettum, aðrar ætar engisprettur,+ krybbur og stökkengisprettur. 23 Öll önnur ferfætt vængjuð skordýr skulu vera ykkur viðurstyggð. 24 Af þeim verðið þið óhrein. Allir sem snerta hræ þeirra verða óhreinir til kvölds.+ 25 Sá sem tekur upp hræ þeirra á að þvo föt sín+ og verður óhreinn til kvölds.
26 Öll dýr sem hafa klaufir, en ekki alklofnar, og jórtra ekki eru ykkur óhrein. Allir sem snerta þau verða óhreinir.+ 27 Öll ferfætt dýr sem ganga á loppum eru ykkur óhrein. Allir sem snerta hræ þeirra verða óhreinir til kvölds. 28 Sá sem ber hræ þeirra á að þvo föt sín+ og hann verður óhreinn til kvölds.+ Þau eru ykkur óhrein.
29 Þessi smádýr jarðar eru ykkur óhrein: blindrottan, músin,+ allar eðlutegundir, 30 gekkóinn, stóra eðlan, salamandran, sandeðlan og kameljónið. 31 Þessi smádýr eru ykkur óhrein.+ Allir sem snerta hræ þeirra verða óhreinir til kvölds.+
32 Allt sem þau falla á þegar þau deyja verður óhreint, hvort heldur áhald úr tré, föt, skinn eða strigi. Öll áhöld skulu lögð í vatn og eru óhrein til kvölds. Eftir það eru þau hrein. 33 Ef dýrið fellur í leirker á að brjóta það, og allt sem var í kerinu verður óhreint.+ 34 Allur matur sem kemst í snertingu við vatn úr slíku keri verður óhreinn og allur drykkur í slíku keri verður óhreinn. 35 Allt sem hræið fellur á verður óhreint. Það skal eyðilagt, hvort sem það er ofn eða eldstæði. Það er óhreint og verður ykkur óhreint áfram. 36 Ef hræið fellur hins vegar í lind eða vatnsþró verður hún hrein áfram en sá sem snertir hræið verður óhreinn. 37 Ef hræið fellur á sáðkorn er það samt hreint. 38 En ef vatni er hellt á kornið og eitthvað af hræinu fellur á það sé kornið ykkur óhreint.
39 Ef dýr sem þið megið hafa til matar deyr verður sá sem snertir hræið óhreinn til kvölds.+ 40 Sá sem borðar eitthvað af skrokknum á að þvo föt sín og hann verður óhreinn til kvölds.+ Sá sem ber hræið burt á að þvo föt sín og verður óhreinn til kvölds. 41 Öll smádýr sem jörðin iðar af eru viðurstyggð.+ Það má ekki borða þau. 42 Þið megið ekki borða nein smádýr sem skríða á kviðnum, engin sem ganga á fjórum fótum og engar margfætlur sem jörðin iðar af. Þau eru viðurstyggð.+ 43 Gerið ykkur ekki viðurstyggileg með því að borða nokkuð af þessum smádýrum og óhreinkið ykkur ekki á þeim.+ 44 Ég er Jehóva Guð ykkar+ og þið skuluð helga ykkur og verða heilög+ því að ég er heilagur.+ Þið megið ekki óhreinka ykkur á nokkru smádýri sem jörðin iðar af. 45 Ég er Jehóva sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi til að sýna að ég er Guð ykkar.+ Þið skuluð vera heilög+ því að ég er heilagur.+
46 Þetta eru lögin um landdýr, fleygu dýrin, öll dýr sem lifa og hrærast í vötnunum og öll dýr sem jörðin iðar af. 47 Með þeim má gera greinarmun á hreinu og óhreinu og á dýrum sem má borða og þeim sem ekki má borða.‘“+