Jeremía
18 Þetta er orðið sem kom til Jeremía frá Jehóva: 2 „Farðu niður í hús leirkerasmiðsins.+ Þar ætla ég að tala við þig.“
3 Þá fór ég niður í hús leirkerasmiðsins þar sem hann var að vinna við leirkerahjólið. 4 En kerið sem hann var að vinna úr leirnum misheppnaðist. Hann mótaði þá úr því nýtt ker eins og honum þótti best.
5 Þá kom orð Jehóva til mín: 6 „‚Get ég ekki farið með ykkur Ísraelsmenn eins og þessi leirkerasmiður?‘ segir Jehóva. ‚Þið Ísraelsmenn eruð í höndum mínum eins og leirinn í höndum leirkerasmiðsins.+ 7 Þegar ég segist ætla að uppræta, rífa niður og eyða þjóð eða ríki+ 8 en sú þjóð snýr af sinni illu braut sem ég fordæmdi, þá hætti ég við þær hörmungar* sem ég hafði ákveðið að leiða yfir hana.+ 9 Og þegar ég segist ætla að byggja upp og gróðursetja þjóð eða ríki 10 en hún gerir það sem er illt í augum mínum og hlýðir mér ekki, þá hætti ég við það góða* sem ég hafði ákveðið að gera fyrir hana.‘
11 Segðu nú við Júdamenn og Jerúsalembúa: ‚Þetta segir Jehóva: „Ég bý ykkur ógæfu* og legg á ráðin gegn ykkur. Snúið af ykkar vondu braut og bætið líferni ykkar og hegðun.“‘“+
12 En þeir sögðu: „Það er vonlaust!+ Við gerum eins og okkur sýnist og fylgjum okkar þrjóska og illa hjarta.“+
13 Þess vegna segir Jehóva:
„Spyrjist fyrir meðal þjóðanna.
Hefur nokkur heyrt annað eins?
Meyjan Ísrael hefur gert hræðilega hluti.+
14 Hverfur snjórinn af grýttum hlíðum Líbanons?
Eða þorna lækirnir svölu sem renna langar leiðir?
15 En þjóð mín hefur gleymt mér.+
Hún færir einskis nýtum skurðgoðum fórnir*+
svo að menn hrasa á vegum sínum, fornu brautunum,+
og ganga grýtta og torfæra* hliðarvegi.
Hver einasti sem fer þar um verður skelfingu lostinn og hristir höfuðið.+
17 Ég mun tvístra þeim fyrir óvinunum eins og austanvindurinn,
snúa í þá bakinu en ekki andlitinu á hörmungadegi þeirra.“+
18 Menn sögðu: „Komið, leggjum á ráðin gegn Jeremía+ því að við munum alltaf hafa presta sem fræða okkur um lögin, spekinga til að gefa ráð og spámenn sem boða orð Guðs. Komið, ráðumst á hann með orðum* og hlustum ekki á það sem hann segir.“
19 Hlustaðu á mig, Jehóva,
og heyrðu hvað andstæðingar mínir segja.
20 Má launa gott með illu?
Þeir hafa grafið mér gryfju til að drepa mig.+
Mundu að ég stóð frammi fyrir þér og talaði vel um þá
til að snúa reiði þinni frá þeim.
21 Láttu því syni þeirra verða hungrinu að bráð
og gefðu þá sverðinu á vald.+
Gerðu konur þeirra að barnlausum ekkjum.+
Menn þeirra deyi úr drepsótt
og ungir menn þeirra falli fyrir sverði í bardaga.+
22 Láttu skelfingaróp heyrast úr húsum þeirra
þegar þú sigar ránsflokkum skyndilega á þá
því að þeir hafa grafið gryfju til að fanga mig
og lagt gildrur fyrir fætur mína.+
23 En þú, Jehóva,
þekkir allt ráðabrugg þeirra um að drepa mig.+
Fyrirgefðu ekki afbrot þeirra
og afmáðu ekki synd þeirra fyrir augum þínum.