Esekíel
34 Orð Jehóva kom aftur til mín: 2 „Mannssonur, spáðu gegn hirðum Ísraels. Spáðu og segðu við hirðana: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Illa fer fyrir hirðum Ísraels+ sem hugsa bara um að næra sjálfa sig. Eiga þeir ekki að næra sauðina?+ 3 Þið borðið fituna, klæðist ullinni og slátrið feitustu skepnunum+ en þið annist ekki hjörðina.+ 4 Þið hafið ekki styrkt veikburða skepnur né læknað þær sem eru veikar, ekki bundið um hinar særðu, sótt þær sem villtust frá eða leitað að hinum týndu.+ Í staðinn hafið þið drottnað yfir þeim með hörku og grimmd.+ 5 Þær tvístruðust af því að þær höfðu engan hirði.+ Þær tvístruðust og urðu öllum villidýrunum að bráð. 6 Sauðir mínir flæktust um öll fjöll og allar háar hæðir. Þeir tvístruðust um alla jörðina en enginn leitaði að þeim eða reyndi að finna þá.
7 Heyrið þess vegna orð Jehóva, þið hirðar: 8 ‚„Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir alvaldur Drottinn Jehóva, „urðu sauðir mínir öllum villidýrunum að bráð, þeir urðu æti handa þeim því að þeir höfðu engan hirði. Hirðar mínir leituðu ekki að sauðum mínum. Þeir hugsuðu bara um að næra sjálfa sig en önnuðust ekki sauðina.“‘ 9 Heyrið þess vegna orð Jehóva, þið hirðar. 10 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Ég held gegn hirðunum og dreg þá til ábyrgðar fyrir það hvernig þeir önnuðust sauði mína.* Þeir fá ekki að sjá um þá lengur+ og geta ekki framar fóðrað sjálfa sig. Ég bjarga sauðum mínum úr gini þeirra og þeir verða ekki fæða þeirra framar.‘“
11 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: „Nú ætla ég sjálfur að leita að sauðum mínum og ég mun annast þá.+ 12 Ég mun annast þá eins og hirðir sem hefur fundið dreifða sauði sína og nærir þá.+ Ég bjarga þeim frá öllum þeim stöðum sem þeir tvístruðust til á degi skýja og niðamyrkurs.+ 13 Ég leiði þá burt frá þjóðunum og safna þeim saman frá löndunum. Ég fer með þá heim í land þeirra og beiti þeim á fjöll Ísraels,+ við árnar og alls staðar þar sem búið er í landinu. 14 Ég held þeim á beit í góðum haga, beitiland þeirra verður á háum fjöllum Ísraels.+ Þeir liggja þar í grængresinu+ og nærast í frjósömu haglendi á fjöllum Ísraels.“
15 „Ég mun sjálfur annast sauði mína+ og láta þá hvílast,“+ segir alvaldur Drottinn Jehóva. 16 „Ég leita að hinum týndu,+ sæki þá sem flæktust frá, bind um hina særðu og styrki þá sem eru veikburða en ég eyði hinum feitu og sterku. Ég dæmi þá og veiti þeim verðskuldaða refsingu.“
17 Um ykkur sem eruð sauðir mínir segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Ég ætla að dæma meðal sauðanna og meðal hrútanna og hafranna.+ 18 Nægir ykkur ekki að vera á beit í besta haglendinu? Þurfið þið líka að traðka niður það sem eftir er af því? Og þurfið þið að grugga tært vatnið með fótunum eftir að hafa drukkið af því? 19 Eiga sauðir mínir að vera á beit í haganum sem þið tröðkuðuð niður og drekka vatnið sem þið grugguðuð með fótunum?“
20 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva við þá: „Ég dæmi sjálfur milli feitra sauða og magurra 21 því að þið rudduð hinum veikburða úr vegi með síðu og bógi og stönguðuð þá með hornunum þar til þið höfðuð hrakið þá langt í burt. 22 Ég bjarga sauðum mínum og þeir verða ekki lengur öðrum að bráð.+ Ég ætla að dæma meðal sauðanna. 23 Ég set yfir þá einn hirði,+ Davíð þjón minn,+ og hann mun næra þá. Hann mun sjálfur annast þá og vera hirðir þeirra.+ 24 Ég, Jehóva, verð Guð þeirra+ og Davíð þjónn minn verður höfðingi meðal þeirra.+ Ég, Jehóva, hef talað.
25 Ég geri friðarsáttmála við þá+ og útrými grimmum villidýrum+ úr landinu svo að þeir geti búið við öryggi í óbyggðunum og sofið í skógunum.+ 26 Ég geri þá og svæðið umhverfis hæð mína að blessun+ og ég sendi regn á réttum tíma. Blessunin mun streyma eins og regnið.+ 27 Trén á sléttunni bera ávöxt, jörðin gefur afurðir sínar+ og þeir búa við öryggi í landinu. Þeir munu skilja að ég er Jehóva þegar ég brýt ok þeirra+ og bjarga þeim frá þeim sem þrælkuðu þá. 28 Þeir verða ekki lengur þjóðunum að bráð og villidýr jarðar rífa þá ekki í sig. Þeir munu búa við öryggi og enginn hræða þá.+
29 Ég gef þeim frjósöm gróðurlönd sem veita þeim frægð. Þeir deyja ekki framar úr hungri í landinu+ og verða ekki lengur auðmýktir af þjóðunum.+ 30 ‚Þá skilja þeir að ég, Jehóva Guð þeirra, er með þeim og að þeir, Ísraelsmenn, eru fólk mitt,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“‘
31 ‚Þið sauðir mínir+ sem ég annast, þið eruð bara menn og ég er Guð ykkar,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“