Fyrri Kroníkubók
28 Davíð stefndi öllum höfðingjum Ísraels til Jerúsalem: höfðingjum ættkvíslanna, yfirmönnum deildanna+ sem þjónuðu konungi, foringjum þúsund manna og hundrað manna flokka+ og umsjónarmönnum með öllum eignum og búfénaði konungs+ og sona hans.+ Auk þess stefndi hann þangað hirðmönnum og öllum dugmiklum og hæfum mönnum.+ 2 Síðan stóð Davíð konungur upp og sagði:
„Hlustið á mig, bræður mínir og þjóð mín. Ég óskaði þess af öllu hjarta að reisa hús handa sáttmálsörk Jehóva, dvalarstað sem yrði fótskemill Guðs okkar,+ og ég hef undirbúið byggingu hússins.+ 3 En hinn sanni Guð sagði við mig: ‚Þú átt ekki að reisa hús nafni mínu til heiðurs+ því að þú ert stríðsmaður og hefur úthellt blóði.‘+ 4 Jehóva Guð Ísraels valdi mig af allri ætt föður míns til að vera konungur yfir Ísrael að eilífu.+ Hann valdi Júda sem leiðtoga+ og af ættkvísl Júda valdi hann ætt föður míns.+ Meðal sona föður míns var það ég sem hann hafði velþóknun á og hann gerði mig að konungi yfir öllum Ísrael.+ 5 Af öllum sonum mínum – en Jehóva hefur gefið mér marga syni+ – hefur hann valið Salómon son minn+ til að sitja í konungshásæti Jehóva og ríkja yfir Ísrael.+
6 Hann sagði við mig: ‚Salómon sonur þinn er sá sem á að reisa hús mitt og forgarða mína því að ég hef valið hann mér að syni og ég mun verða faðir hans.+ 7 Ég staðfesti konungdóm hans að eilífu+ ef hann leggur sig allan fram um að halda boðorð mín og lagaákvæði+ eins og hann gerir nú.‘ 8 Þess vegna segi ég frammi fyrir öllum Ísrael, söfnuði Jehóva, og í áheyrn Guðs okkar: Leitist við að hafa góðan skilning á öllum boðorðum Jehóva Guðs ykkar og fylgið þeim vandlega svo að þið fáið að vera áfram í landinu góða+ og getið gefið það sonum ykkar í arf um alla framtíð.
9 Og þú, Salómon sonur minn, kynnstu Guði föður þíns og þjónaðu honum af heilu hjarta+ og mikilli gleði* því að Jehóva rannsakar öll hjörtu+ og þekkir allar hvatir og hugsanir.+ Ef þú leitar hans lætur hann þig finna sig+ en ef þú yfirgefur hann hafnar hann þér að eilífu.+ 10 Hugleiddu þetta því að Jehóva hefur valið þig til að reisa hús sem helgidóm. Vertu hugrakkur og hefstu handa.“
11 Davíð gaf síðan Salómon syni sínum teikningar+ að forsalnum+ og herbergjunum, þar á meðal geymslunum, þakherbergjunum, innri herbergjunum og herbergi friðþægingarloksins.*+ 12 Hann gaf honum teikningar að öllu sem honum hafði verið innblásið:* að forgörðum+ húss Jehóva, öllum matsölunum allt í kring, fjárhirslum húss hins sanna Guðs og fjárhirslunum fyrir munina sem höfðu verið helgaðir.*+ 13 Hann gaf honum einnig fyrirmæli um presta-+ og Levítaflokkana, öll störf sem sneru að þjónustunni í húsi Jehóva og um öll áhöldin fyrir þjónustuna í húsi Jehóva. 14 Hann tiltók þyngd gullsins, það er gullsins sem nota átti í öll þjónustuáhöldin, þyngd allra silfuráhaldanna fyrir ýmiss konar störf, 15 þyngd gullljósastikanna+ og gulllampa þeirra, hinna ólíku ljósastika og lampa þeirra, og þyngd silfurljósastikanna og lampa þeirra eftir því í hvað átti að nota hverja stiku. 16 Hann tiltók einnig þyngd gullsins sem nota átti í borðin undir brauðstaflana,*+ í hvert borð fyrir sig, og sömuleiðis silfursins í silfurborðin, 17 þyngd gafflanna, skálanna og kannanna úr hreinu gulli, þyngd litlu gullskálanna,+ hverrar skálar fyrir sig, og litlu silfurskálanna, hverrar skálar fyrir sig. 18 Hann tilgreindi einnig þyngd skíragullsins sem nota átti í reykelsisaltarið+ og í táknmynd vagnsins,+ það er að segja gullkerúbana+ sem þenja út vængi sína og skyggja á sáttmálsörk Jehóva. 19 Davíð sagði: „Hönd Jehóva kom yfir mig og hann gaf mér visku til að gera nákvæman uppdrátt+ að öllu verkinu.“+
20 Síðan sagði Davíð við Salómon son sinn: „Vertu hugrakkur og sterkur og hefstu handa. Vertu ekki hræddur né óttasleginn því að Jehóva Guð, Guð minn, er með þér.+ Hann mun hvorki bregðast þér né yfirgefa þig+ heldur styður hann þig þar til allri vinnunni við hús Jehóva er lokið. 21 Hér eru flokkar prestanna+ og Levítanna,+ tilbúnir til að gegna alls konar þjónustu í húsi hins sanna Guðs. Þú hefur fúsa og færa verkamenn til að inna alls konar störf af hendi+ og auk þess höfðingjana+ og alla þjóðina sem hlýðir öllum fyrirmælum þínum.“