Sálmur
Söngljóð eftir syni Kóra.+ Til tónlistarstjórans. Í makalat-stíl,* sungið sem víxlsöngur. Maskíl* eftir Heman+ Esrahíta.
4 Ég telst nú þegar með þeim sem fara niður í djúp jarðar.*+
5 skilinn eftir meðal hinna dánu
eins og hinir föllnu sem liggja í gröfinni,
þeir sem þú minnist ekki lengur
og eru orðnir viðskila við umhyggju* þína.
6 Þú hefur lagt mig í dýpstu gröfina,
á myrka staði, í mikið undirdjúp.
7 Bræði þín hvílir þungt á mér+
og brimöldur þínar ganga yfir mig. (Sela)
8 Þú hefur hrakið kunningja mína langt frá mér,+
gert mig að viðurstyggð í augum þeirra.
Ég er fastur í gildru og get ekki losað mig.
9 Augu mín eru úrvinda af kvöl minni.+
Ég hrópa til þín, Jehóva, allan liðlangan daginn,+
ég teygi hendurnar til þín.
10 Gerir þú kraftaverk fyrir hina dánu?
Geta þeir sem liggja máttvana í dauðanum staðið upp og lofað þig?+ (Sela)
11 Er tryggur kærleikur þinn boðaður í gröfinni,
trúfesti þín þar sem rotnunin ríkir?*
12 Verða undraverk þín kunnug í myrkrinu
eða réttlæti þitt í landi gleymskunnar?+
14 Hvers vegna hafnarðu mér, Jehóva?+
Hvers vegna felurðu andlit þitt fyrir mér?+
15 Allt frá æskuárum
hef ég verið þjáður og við dauðans dyr.+
Ég er dofinn af hörmungum sem þú lætur yfir mig ganga.
16 Brennandi reiði þín bugar mig,+
ógnir þínar gera út af við mig.
17 Þær umlykja mig eins og vatnsflóð allan liðlangan daginn,
þær þrengja að mér úr öllum áttum.*
18 Þú hefur hrakið vini mína og félaga langt frá mér,+
myrkrið er orðið förunautur minn.