Amos
8 Alvaldur Drottinn Jehóva birti mér þessa sýn: Ég sá körfu með sumarávöxtum. 2 Hann spurði: „Hvað sérðu, Amos?“ „Körfu með sumarávöxtum,“ svaraði ég. Þá sagði Jehóva við mig: „Endalokin eru komin yfir þjóð mína, Ísrael. Ég ætla ekki að afsaka hana lengur.+ 3 ‚Á þeim degi breytist musterissöngurinn í kveinstafi,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva. ‚Alls staðar hrannast líkin upp.+ Suss!‘
4 Heyrið þetta, þið sem traðkið á fátæklingnum
og gerið út af við hina auðmjúku í landinu,+
5 þið sem segið: ‚Hvenær lýkur tunglkomuhátíðinni+ svo að við getum selt kornið okkar
og hvíldardeginum+ svo að við getum boðið korn til sölu?
6 Þá getum við keypt hina bágstöddu fyrir silfur
og fátæklinginn fyrir eina sandala+
og selt úrgangskorn.‘
7 Jehóva, stolt Jakobs,+ hefur svarið við sjálfan sig:
‚Ég mun aldrei gleyma neinu sem þeir hafa gert.+
Mun ekki allt landið ólga eins og Nílarfljót,
rísa og réna eins og Níl í Egyptalandi?‘+
9 ‚Á þeim degi,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva,
‚læt ég sólina setjast um hádegi
og sveipa landið myrkri um hábjartan dag.+
10 Ég sný hátíðum ykkar í sorg+
og öllum söngvum ykkar í harmljóð.
Ég klæði allar mjaðmir hærusekk og geri hvert höfuð sköllótt.
Ég læt ykkur syrgja eins og þið hafið misst einkason
og endalokin verða eins og bitur dagur.‘
11 ‚Þeir dagar koma,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva,
‚þegar ég sendi hungur inn í landið,
ekki hungur eftir brauði eða þorsta eftir vatni
heldur eftir því að heyra orð Jehóva.+
12 Fólk mun reika frá hafi til hafs
og frá norðri til austurs.*
Það mun flakka um og leita að orði Jehóva en ekki finna það.
13 Á þeim degi munu fagrar meyjar og ungir menn
örmagnast af þorsta.
14 Þeir sem sverja við sekt Samaríu+ og segja:
„Svo sannarlega sem guð þinn lifir, Dan!“+
og: „Svo sannarlega sem vegur liggur til Beerseba!“+
– þeir munu falla og ekki rísa upp aftur.‘“+