Sálmur
ÞRIÐJA BÓK
(Sálmur 73–89)
Söngljóð eftir Asaf.+
73 Guð er sannarlega góður við Ísrael, við þá sem eru hjartahreinir.+
2 En við lá að ég villtist,
minnstu munaði að ég hrasaði.+
6 Hrokinn er því hálsmen þeirra,+
ofbeldið er þeim eins og yfirhöfn.
7 Augu þeirra eru útstæð af velmegun,*
þeir ná lengra en þá óraði fyrir.
9 Þeir tala eins og séu þeir himninum hærri
og tunga þeirra veður gortandi um jörðina.
10 Fólk Guðs* snýr sér til þeirra
og drekkur af ríkulegu vatni þeirra.
11 Þeir segja: „Hvernig ætti Guð að vita af þessu?+
Veit Hinn hæsti allt?“
12 Já, þannig eru hinir illu sem lifa þægilegu lífi.+
Þeir safna sífellt meiri auðæfum.+
13 Til einskis hef ég haldið hjarta mínu hreinu
og þvegið hendur mínar í sakleysi.+
16 Ég reyndi að skilja það
en það angraði mig
17 þar til ég gekk inn í stórfenglegan helgidóm Guðs
og skildi hvaða framtíð bíður þeirra.
Þú lætur þá falla og farast.+
19 Allt í einu er úti um þá!+
Þeir hverfa í einni svipan og hljóta skelfileg endalok.
20 Eins og maður gleymir draumi þegar hann vaknar,
þannig bægir þú þeim burt,* Jehóva, þegar þú ríst á fætur.
22 Ég hugsaði ekki skýrt og skildi ekki neitt,
ég var eins og skynlaus skepna frammi fyrir þér.
25 Hvern á ég að á himnum?
Hafi ég þig þrái ég ekkert annað á jörð.+
27 Þeir sem halda sig fjarri þér farast.
Þú afmáir alla* sem eru siðlausir* og yfirgefa þig.+
28 En það gerir mér gott að vera nálægt Guði.+
Ég hef gert alvaldan Drottin Jehóva að athvarfi mínu
og segi frá öllum verkum þínum.+