Síðari Kroníkubók
36 Fólkið í landinu gerði nú Jóahas+ son Jósía að konungi í Jerúsalem í stað föður hans.+ 2 Jóahas var 23 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í þrjá mánuði í Jerúsalem. 3 En Egyptalandskonungur steypti honum af stóli í Jerúsalem og lagði sekt á landið, 100 talentur* af silfri og eina talentu af gulli.+ 4 Egyptalandskonungur gerði Eljakím bróður Jóahasar að konungi yfir Júda og Jerúsalem og breytti nafni hans í Jójakím. En Nekó+ tók Jóahas bróður hans með sér til Egyptalands.+
5 Jójakím+ var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 11 ár í Jerúsalem. Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva Guðs síns.+ 6 Nebúkadnesar+ konungur Babýlonar hélt gegn honum til að binda hann tvennum koparfjötrum og flytja hann til Babýlonar.+ 7 Nebúkadnesar tók hluta af áhöldunum úr húsi Jehóva með sér til Babýlonar og kom þeim fyrir í höll sinni.+ 8 Það sem er ósagt af sögu Jójakíms, viðbjóðslegum verkum hans og því sem hann gerðist sekur um, er skráð í Bók Ísraels- og Júdakonunga. Jójakín sonur hans varð konungur eftir hann.+
9 Jójakín+ var 18 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í þrjá mánuði og tíu daga í Jerúsalem. Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva.+ 10 Í ársbyrjun* sendi Nebúkadnesar konungur menn sína og lét flytja hann til Babýlonar+ ásamt dýrgripum úr húsi Jehóva.+ Hann gerði Sedekía föðurbróður hans að konungi yfir Júda og Jerúsalem.+
11 Sedekía+ var 21 árs þegar hann varð konungur og hann ríkti í 11 ár í Jerúsalem.+ 12 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva Guðs síns og auðmýkti sig ekki frammi fyrir Jeremía spámanni+ sem talaði að skipun Jehóva. 13 Auk þess gerði hann uppreisn gegn Nebúkadnesari konungi+ sem hafði látið hann sverja við Guð. Hann þrjóskaðist við, forherti hjarta sitt og neitaði að snúa sér til Jehóva Guðs Ísraels. 14 Allir leiðtogar prestanna, ásamt fólkinu, urðu sífellt svikulli, líktu eftir viðbjóðslegu háttalagi þjóðanna og óhreinkuðu hús Jehóva+ sem hann hafði helgað í Jerúsalem.
15 Jehóva, Guð forfeðra þeirra, varaði þá ítrekað við fyrir milligöngu sendiboða sinna því að hann kenndi í brjósti um þjóð sína og vildi bjarga bústað sínum. 16 En þeir hæddust að sendiboðum hins sanna Guðs,+ fyrirlitu orð hans+ og gerðu gys að spámönnum hans.+ Að lokum reiddist Jehóva þjóð sinni+ svo mikið að ekkert gat lengur bjargað henni.
17 Hann sendi konung Kaldea gegn henni.+ Konungurinn drap unga menn hennar með sverði+ í helgidóminum+ og kenndi hvorki í brjósti um unga karla né konur, aldraða né veikburða.+ Guð gaf allt í hendur hans.+ 18 Hann flutti allt með sér til Babýlonar – öll áhöldin í húsi hins sanna Guðs, stór og smá, fjársjóðina í húsi Jehóva og fjársjóði konungs og höfðingja hans.+ 19 Hann brenndi hús hins sanna Guðs,+ reif niður múr Jerúsalem,+ kveikti í öllum víggirtum turnum borgarinnar og eyðilagði öll verðmæti.+ 20 Hann flutti alla sem sluppu undan sverðinu í útlegð til Babýlonar+ og þeir urðu þjónar hans+ og sona hans þar til Persaríki náði yfirráðum.+ 21 Þannig rættist orð Jehóva sem Jeremía flutti.+ Landið hvíldist allan þann tíma sem það lá í eyði, þar til 70 ár voru liðin+ og það hafði fengið hvíldarár sín bætt upp.+
22 Á fyrsta stjórnarári Kýrusar+ Persakonungs blés Jehóva honum í brjóst að gefa út yfirlýsingu í öllu ríki sínu. Jehóva gerði þetta til að orð sitt sem Jeremía hafði flutt+ myndi rætast. Yfirlýsingin, sem var einnig skrifleg,+ hljóðaði á þessa leið: 23 „Svo segir Kýrus Persakonungur: ‚Jehóva Guð himnanna hefur gefið mér öll ríki jarðar+ og hann hefur falið mér að reisa sér hús í Jerúsalem í Júda.+ Hverjir á meðal ykkar tilheyra þjóð hans? Jehóva Guð ykkar sé með ykkur. Þið skuluð fara upp eftir.‘“+