Fjórða Mósebók
14 Þá æpti allur söfnuðurinn og fólkið grét og kveinaði alla nóttina.+ 2 Allir Ísraelsmenn kvörtuðu undan Móse og Aroni,+ gagnrýndu þá og sögðu: „Bara að við hefðum dáið í Egyptalandi eða í þessum óbyggðum! 3 Af hverju er Jehóva að fara með okkur til þessa lands svo að við föllum fyrir sverði?+ Konur okkar og börn verða tekin herfangi.+ Væri ekki betra fyrir okkur að snúa aftur til Egyptalands?“+ 4 Þeir sögðu jafnvel hver við annan: „Veljum okkur leiðtoga og snúum aftur til Egyptalands!“+
5 Móse og Aron féllu þá á grúfu frammi fyrir öllum söfnuði Ísraelsmanna. 6 Jósúa+ Núnsson og Kaleb+ Jefúnneson, tveir þeirra sem höfðu kannað landið, rifu föt sín 7 og sögðu við söfnuð Ísraelsmanna: „Landið sem við fórum um og könnuðum er einstaklega gott.+ 8 Ef Jehóva er ánægður með okkur leiðir hann okkur inn í þetta land og gefur okkur það, land sem flýtur í mjólk og hunangi.+ 9 En þið megið ekki gera uppreisn gegn Jehóva og þið megið ekki óttast fólkið í landinu+ því að við getum gleypt það í einum munnbita.* Verndin er horfin frá því en Jehóva er með okkur.+ Óttist það ekki.“
10 Allur söfnuðurinn hótaði að grýta þá+ en dýrð Jehóva birtist þá Ísraelsmönnum yfir samfundatjaldinu.+
11 Jehóva sagði við Móse: „Hve lengi ætlar þetta fólk að sýna mér óvirðingu+ og hve lengi ætlar það að neita að trúa á mig þrátt fyrir öll táknin sem ég hef gert meðal þjóðarinnar?+ 12 Ég ætla að slá hana með drepsótt og útrýma henni og ég ætla að gera þig að meiri og voldugri þjóð en hún er.“+
13 En Móse sagði við Jehóva: „Þú leiddir þetta fólk út úr Egyptalandi með krafti þínum. Ef þú útrýmir því frétta Egyptar það+ 14 og segja íbúum þessa lands frá því. Þeir hafa líka heyrt að þú, Jehóva, sért á meðal þessa fólks+ og hafir birst því augliti til auglitis.+ Þú ert Jehóva og ský þitt er yfir þeim. Þú ferð á undan þeim í skýstólpa á daginn og eldstólpa á nóttinni.+ 15 Ef þú tækir allt þetta fólk af lífi í einu lagi* myndu þjóðirnar sem hafa heyrt talað um þig segja: 16 ‚Jehóva gat ekki leitt þetta fólk inn í landið sem hann sór að gefa því þannig að hann drap það í óbyggðunum.‘+ 17 Ég bið þig, Jehóva, sýndu þinn mikla mátt eins og þú lofaðir þegar þú sagðir: 18 ‚Jehóva er seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika* í ríkum mæli,+ fyrirgefur misgerðir og afbrot en lætur hinum seka þó ekki órefsað heldur lætur refsinguna fyrir syndir feðra koma niður á börnunum, já í þriðja og fjórða ættlið.‘+ 19 Viltu fyrirgefa syndir þessa fólks í samræmi við ríkulegan og tryggan kærleika þinn eins og þú hefur fyrirgefið því síðan við vorum í Egyptalandi allt til þessa dags.“+
20 Þá svaraði Jehóva: „Ég fyrirgef þeim eins og þú biður mig um.+ 21 Svo sannarlega sem ég lifi verður öll jörðin þó full af dýrð Jehóva.+ 22 En enginn þeirra manna sem hefur séð dýrð mína og táknin+ sem ég gerði í Egyptalandi og í óbyggðunum en hefur samt reynt mig+ æ ofan í æ* og hefur ekki hlustað á mig+ 23 fær nokkurn tíma að sjá landið sem ég sór að gefa feðrum þeirra. Nei, enginn þeirra sem sýndi mér óvirðingu fær að sjá það.+ 24 En þar sem Kaleb+ þjónn minn hafði annað hugarfar og fylgdi mér heils hugar ætla ég að leiða hann inn í landið sem hann fór til, og afkomendur hans munu taka það til eignar.+ 25 Amalekítar og Kanverjar+ búa í dalnum* og þess vegna skuluð þið snúa við á morgun út í óbyggðirnar og fara leiðina í átt að Rauðahafi.“+
26 Jehóva sagði síðan við Móse og Aron: 27 „Hve lengi ætlar þessi illi söfnuður að kvarta gegn mér?+ Ég hef heyrt hvað Ísraelsmenn segja.+ 28 Segðu við þá: ‚„Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir Jehóva, „mun ég fara með ykkur eins og þið hafið sjálfir sagt.+ 29 Þið skuluð hníga niður dauðir í þessum óbyggðum,+ já, allir þið sem eruð tvítugir og eldri og hafið verið skrásettir, allir þið sem hafið kvartað gegn mér.+ 30 Enginn ykkar fær að ganga inn í landið sem ég sór* að þið skylduð búa í+ nema Kaleb Jefúnneson og Jósúa Núnsson.+
31 Og börn ykkar, sem þið sögðuð að yrðu tekin herfangi,+ ætla ég að leiða þangað og þau fá að kynnast landinu sem þið hafið hafnað.+ 32 En sjálfir skuluð þið hníga niður dauðir í þessum óbyggðum. 33 Synir ykkar verða fjárhirðar í óbyggðunum í 40 ár+ og þeir munu taka afleiðingunum af ótrúmennsku* ykkar þar til sá síðasti ykkar hnígur niður dauður í óbyggðunum.+ 34 Þið könnuðuð landið í 40 daga+ og eins skuluð þið taka afleiðingum syndar ykkar í 40 ár,+ eitt ár fyrir hvern dag. Þið munuð komast að raun um hvað það þýðir að snúast gegn mér.*
35 Ég, Jehóva, hef talað. Svona fer ég með þennan illa söfnuð, þá sem hafa safnast saman gegn mér: Í þessum óbyggðum skulu þeir líða undir lok og hér skulu þeir deyja.+ 36 Mennirnir sem Móse sendi til að kanna landið og fengu allan söfnuðinn til að kvarta gegn honum þegar þeir sneru aftur og drógu upp slæma mynd af landinu,+ 37 já, mennirnir sem töluðu illa um landið, skulu hljóta refsingu og deyja frammi fyrir Jehóva.+ 38 En Jósúa Núnsson og Kaleb Jefúnneson, tveir þeirra sem fóru og könnuðu landið, skulu halda lífi.“‘“+
39 Ísraelsmenn urðu mjög sorgmæddir þegar Móse sagði þeim þetta. 40 Morguninn eftir fóru þeir snemma á fætur og ætluðu að fara upp í fjalllendið. Þeir sögðu: „Við höfum syndgað. En nú erum við tilbúnir til að fara á þann stað sem Jehóva talaði um.“+ 41 En Móse sagði: „Hvers vegna ætlið þið að brjóta gegn fyrirmælum Jehóva? Þetta á ekki eftir að takast. 42 Farið ekki upp eftir því að Jehóva er ekki með ykkur. Þið bíðið ósigur fyrir óvinum ykkar.+ 43 Amalekítar og Kanverjar eru þar fyrir og berjast gegn ykkur,+ og þið munuð falla fyrir sverði. Fyrst þið hafið snúið baki við Jehóva verður Jehóva ekki með ykkur.“+
44 Í ofmetnaði sínum héldu þeir samt upp í fjalllendið+ en sáttmálsörk Jehóva var eftir í miðjum búðunum ásamt Móse.+ 45 Amalekítar og Kanverjar sem bjuggu í fjalllendinu komu þá niður á móti þeim, sigruðu þá og tvístruðu þeim alla leið til Horma.+