Jobsbók
6 Job svaraði og sagði:
2 „Ég vildi að angist mín+ væri vegin
og lögð á vogarskálar ásamt ógæfu minni
3 því að nú er hún þyngri en sandur sjávarins.
Þess vegna hef ég talað í hugsunarleysi.*+
4 Örvar Hins almáttuga stingast gegnum mig
og eitur þeirra dreifist um allan líkamann.+
Ógnir Guðs stilla sér upp gegn mér.
5 Rymur villiasninn+ þegar hann hefur gras?
Eða baular nautið yfir fóðri sínu?
6 Verður bragðlaus matur borðaður saltlaus
eða er bragð af safa stokkrósarinnar?
7 Ég ætla ekki að snerta slíkt.
Það er eins og skemmdur matur.
8 Ég vildi að ég fengi ósk mína uppfyllta
og að Guð veitti mér það sem ég þrái!
9 Bara að Guð vildi kremja mig,
rétta út höndina og binda enda á líf mitt!+
10 Það yrði mér til huggunar,
ég myndi hoppa af gleði þrátt fyrir linnulausan sársaukann
því að ég hef ekki afneitað orðum Hins heilaga.+
11 Hef ég kraft til að bíða lengur?+
Hvað á ég í vændum svo að það sé þess virði að lifa?*
12 Er ég sterkur eins og steinn?
Er líkami minn gerður úr kopar?
13 Er nokkur leið til að ég geti hjálpað mér sjálfur
þegar allur stuðningur er tekinn frá mér?
15 Bræður mínir hafa verið jafn svikulir+ og lækur að vetri,
eins og vatn í vetrarlæk sem þornar upp.
16 Þeir eru gruggugir af þiðnandi ís
og bráðnandi snjórinn hverfur í þeim.
17 En með tímanum verða þeir vatnslausir,
þeir þorna upp þegar hitnar í veðri.
18 Þeir breyta um farveg,
þeir renna út í eyðimörkina og hverfa.
20 Þeir skammast sín fyrir að hafa treyst á þá,
þeir koma þangað en verða bara fyrir vonbrigðum.
22 Hef ég beðið ykkur um eitthvað
eða farið fram á að þið gæfuð mér af auðæfum ykkar?
23 Hef ég beðið ykkur að bjarga mér úr höndum óvinar
eða frelsa mig* undan valdi kúgarans?
24 Fræðið mig og ég skal þegja,+
hjálpið mér að skilja í hverju mér varð á.
26 Ætlið þið að ásaka mig fyrir það sem ég hef sagt,
orð örvæntingarfulls manns+ sem vindurinn feykir burt?
28 Snúið ykkur nú við og lítið á mig,
ég myndi ekki ljúga upp í opið geðið á ykkur.
29 Hugsið ykkur um – dæmið mig ekki ranglega –
já, hugsið ykkur um því að ég er jafn réttlátur og ég var.
30 Fer ég með rangt mál?
Skynjar gómur minn ekki að eitthvað er að?