Esrabók
7 Eftir þessa atburði, í stjórnartíð Artaxerxesar+ Persakonungs, sneri Esra*+ aftur heim. Hann var sonur Seraja,+ sonar Asarja, sonar Hilkía,+ 2 sonar Sallúms, sonar Sadóks, sonar Ahítúbs, 3 sonar Amarja, sonar Asarja,+ sonar Merajóts, 4 sonar Serahja, sonar Ússí, sonar Búkkí, 5 sonar Abísúa, sonar Pínehasar,+ sonar Eleasars,+ sonar Arons+ yfirprests. 6 Esra þessi kom heim frá Babýlon. Hann var afritari* og vel heima í Móselögunum*+ sem Jehóva Guð Ísraels hafði gefið. Konungurinn veitti honum allt sem hann bað um því að hönd Jehóva Guðs hans var með honum.
7 Nokkrir af Ísraelsmönnum, þar á meðal prestar, Levítar,+ söngvarar,+ hliðverðir+ og musterisþjónar,*+ fóru með Esra til Jerúsalem á sjöunda stjórnarári Artaxerxesar konungs. 8 Esra kom til Jerúsalem í fimmta mánuðinum á sjöunda stjórnarári konungs. 9 Hann lagði af stað frá Babýlon fyrsta dag fyrsta mánaðarins og kom til Jerúsalem fyrsta dag fimmta mánaðarins því að hönd Guðs hans var með honum.+ 10 Esra hafði búið hjarta sitt undir* að leita ráða í lögum Jehóva og fylgja þeim+ og kenna ákvæði þeirra og meginreglur í Ísrael.+
11 Þetta er afrit af bréfinu sem Artaxerxes konungur gaf Esra, presti og afritara,* en Esra hafði mikla þekkingu á boðorðum Jehóva og lögunum* sem hann hafði gefið Ísrael:
12 * „Frá Artaxerxesi,+ konungi konunganna, til Esra prests, afritara* laga Guðs himnanna: Ég óska þér friðar í ríkum mæli. 13 Ég hef skipað svo fyrir að allir Ísraelsmenn í ríki mínu sem vilja fara með þér til Jerúsalem skuli fara, þar á meðal prestarnir og Levítarnir.+ 14 Þú ert sendur af konungi og ráðgjöfum hans sjö til að kanna hvort lögum Guðs þíns, sem þú hefur undir höndum, sé fylgt í Júda og Jerúsalem. 15 Þú skalt taka með þér silfrið og gullið sem konungur og ráðgjafar hans hafa af fúsum og frjálsum vilja gefið Guði Ísraels sem á sér aðsetur í Jerúsalem. 16 Taktu einnig með þér allt silfrið og gullið sem þú færð í skattlandinu Babýlon og eins sjálfviljagjafirnar sem þjóðin og prestarnir gefa til húss Guðs síns í Jerúsalem.+ 17 Fyrir þetta fé skaltu umsvifalaust kaupa naut,+ hrúta+ og lömb+ ásamt tilheyrandi korn- og drykkjarfórnum.+ Síðan skaltu fórna þeim á altari húss Guðs ykkar í Jerúsalem.
18 Þú og bræður þínir megið ráðstafa því sem eftir er af silfrinu og gullinu eins og þið teljið best og er í samræmi við vilja Guðs ykkar. 19 Og öll ílátin sem þú færð til guðsþjónustunnar skaltu leggja fram fyrir Guð í húsi hans í Jerúsalem.+ 20 Allt annað sem þörf er á í húsi Guðs og þú þarft að útvega skaltu greiða úr fjárhirslu konungs.+
21 Ég, Artaxerxes konungur, hef gefið öllum féhirðum handan Fljótsins* eftirfarandi skipun: Esra+ presti, afritara* laga Guðs himnanna, skal umsvifalaust gefið hvaðeina sem hann biður um, 22 allt að 100 talentur* silfurs, 100 kór* af hveiti, 100 böt* af víni,+ 100 böt af olíu+ og ótakmarkað magn af salti.+ 23 Allt sem Guð himnanna+ fyrirskipar að gert skuli fyrir hús sitt skal gert af heilum hug til að reiði hans komi ekki yfir ríki konungs og syni hans.+ 24 Einnig skuluð þið vita að óheimilt er að leggja skatta, gjöld+ eða tolla á nokkurn prest, Levíta, tónlistarmann,+ dyravörð, musterisþjón*+ eða annan starfsmann við þetta hús Guðs.
25 Og þú, Esra, skalt skipa löglærða menn og dómara samkvæmt þeirri visku sem Guð þinn hefur gefið þér. Þeir skulu dæma í málum allrar þjóðarinnar á svæðinu handan Fljótsins, allra þeirra sem þekkja lög Guðs þíns. En þeim sem þekkja þau ekki eigið þið að kenna.+ 26 Hver sem óhlýðnast lögum Guðs þíns og lögum konungs skal tafarlaust dæmdur og honum refsað, hvort heldur með dauða, útlegð, sekt eða fangavist.“
27 Lofaður sé Jehóva, Guð forfeðra okkar, því að hann blés konungi í brjóst að fegra hús Jehóva í Jerúsalem.+ 28 Hann hefur sýnt mér tryggan kærleika með því að veita mér velvild konungs+ og ráðgjafa hans+ og allra hinna voldugu höfðingja konungs. Þar sem hönd Jehóva Guðs míns var með mér tók ég í mig kjark og safnaði saman höfðingjum Ísraels til að fara með mér til Jerúsalem.