Esrabók
3 Í byrjun sjöunda mánaðarins,+ þegar Ísraelsmenn höfðu sest að í borgum sínum, söfnuðust þeir saman í Jerúsalem eins og einn maður. 2 Jesúa+ Jósadaksson og hinir prestarnir tóku sig þá til ásamt Serúbabel+ Sealtíelssyni+ og bræðrum hans og reistu altari Guðs Ísraels til að geta fært á því brennifórnir eins og sagt er til um í lögum Móse+ sem var maður hins sanna Guðs.
3 Þeir reistu altarið á sínum fyrri stað þó að þeir óttuðust þjóðirnar í kring,+ og þeir færðu Jehóva brennifórnir á því, bæði morgun- og kvöldbrennifórnir.+ 4 Síðan héldu þeir laufskálahátíðina eins og kveðið er á um+ og færðu daglega allar þær brennifórnir sem ætlast var til hvern dag.+ 5 Þaðan í frá færðu þeir hina reglulegu brennifórn+ og sömuleiðis fórnirnar sem færa átti á tunglkomudögum+ og öllum helgum hátíðum+ Jehóva. Allir sem vildu gefa Jehóva sjálfviljagjöf+ báru líka fram fórn sína. 6 Allt frá fyrsta degi sjöunda mánaðarins+ færðu þeir Jehóva brennifórnir þó svo að grunnurinn að musteri Jehóva hefði enn ekki verið lagður.
7 Þeir greiddu steinhöggvurunum+ og handverksmönnunum+ í peningum og gáfu Sídoningum og Týrverjum mat, drykk og olíu fyrir að flytja sedrusvið frá Líbanon sjóleiðis til Joppe+ eins og Kýrus Persakonungur hafði gefið þeim heimild til.+
8 Á öðru árinu eftir komuna til húss hins sanna Guðs í Jerúsalem, í öðrum mánuðinum, hófust þeir Serúbabel Sealtíelsson og Jesúa Jósadaksson handa ásamt bræðrum sínum, prestunum og Levítunum, og öllum sem höfðu komið til Jerúsalem úr útlegðinni.+ Þeir fólu Levítunum, 20 ára og eldri, að hafa umsjón með vinnunni við hús Jehóva. 9 Jesúa, synir hans og bræður, og Kadmíel og synir hans, það er synir Júda, höfðu umsjón með þeim sem unnu að byggingu húss hins sanna Guðs ásamt sonum Henadads+ og sonum þeirra og bræðrum en þeir voru líka Levítar.
10 Þegar smiðirnir höfðu lagt grunninn að musteri Jehóva+ stigu prestarnir fram í embættisklæðnaði og með lúðra+ og Levítarnir, synir Asafs, með málmgjöll til að lofa Jehóva samkvæmt fyrirmælum Davíðs Ísraelskonungs.+ 11 Þeir lofuðu Jehóva og þökkuðu honum með því að syngja á víxl:+ „Því að hann er góður. Tryggur kærleikur hans til Ísraels varir að eilífu.“+ Þá hrópaði allt fólkið af fögnuði og lofaði Jehóva því að grunnurinn að húsi Jehóva hafði verið lagður. 12 Margir prestanna, Levítanna og ættarhöfðingjanna voru orðnir gamlir og höfðu því séð fyrra húsið.+ Þeir grétu hástöfum þegar þeir sáu grunninn að þessu húsi lagðan. En margir aðrir hrópuðu af gleði eins hátt og þeir gátu.+ 13 Fólkið hrópaði svo hátt að hljóðið heyrðist langar leiðir og ekki var hægt að greina á milli gleðiópanna og grátsins.