Jobsbók
19 Job svaraði:
4 Ef mér hefur í alvöru orðið eitthvað á
varðar það mig einan.
5 Ef ykkur finnst þið virkilega vera betri en ég
og að ásakanir ykkar séu réttmætar
6 þá skuluð þið vita að Guð hefur villt um fyrir mér
og fangað mig í net sitt.
8 Hann hefur lokað leið minni með múrvegg og ég kemst ekki fram hjá.
Hann hefur hjúpað vegi mína myrkri.+
9 Hann hefur svipt mig reisn minni
og tekið kórónuna af höfði mér.
10 Hann brýtur mig niður á allar hliðar þar til ég læt lífið,
hann upprætir von mína eins og tré.
11 Reiði hans blossar gegn mér
og hann lítur á mig sem óvin.+
12 Hersveitir hans safnast saman og umkringja mig,
þær slá upp búðum í kringum tjald mitt.
13 Hann hefur hrakið bræður mína langt frá mér
og þeir sem þekkja mig hafa snúið baki við mér.+
15 Gestir mínir+ og ambáttir kannast ekki við mig,
ég er útlendingur í augum þeirra.
16 Ég kalla á þjón minn en hann svarar ekki,
ég sárbæni hann að sýna mér samúð.
17 Konunni minni býður við andardrætti mínum+
og bræður mínir finna óþefinn af mér.
18 Jafnvel börn fyrirlíta mig,
þau hæðast að mér þegar ég stend á fætur.
21 Sýnið mér miskunn, vinir mínir, sýnið mér miskunn
því að hönd Guðs hefur snert mig.+
23 Ég vildi að orð mín væru skrifuð niður,
bara að þau væru skráð í bók!
24 Ég vildi að þau væru meitluð í stein að eilífu
með járnmeitli og fyllt blýi.
26 Eftir að húðin er horfin
en meðan ég er enn á lífi mun ég sjá Guð.
27 Ég mun sjá hann sjálfur,
sjá hann með eigin augum en ekki annarra.+
En innst inni er ég úrvinda!*
28 Þið segið: ‚Hvernig ofsækjum við hann?‘+
eins og rót vandans sé hjá sjálfum mér.
29 Þið ættuð sjálfir að óttast sverðið+
því að sverðið refsar þeim sem syndgar.
Þið skuluð vita að til er dómari.“+