Jobsbók
11 Þá sagði Sófar+ Naamaíti:
2 „Ætlar enginn að andmæla þessum orðaflaumi?
Hefur maður rétt fyrir sér ef maður talar nógu mikið?*
3 Ætlarðu að þagga niður í fólki með blaðri þínu?
Ætlar enginn að ávíta þig fyrir háðsyrðin?+
5 Ég vildi að Guð myndi tala
og opna munninn gegn þér!+
6 Þá myndi hann opinbera þér leyndardóma viskunnar
en viskan á sér margar hliðar.
Þú myndir skilja að Guð lítur fram hjá ýmsu sem þér verður á.
7 Geturðu glöggvað þig á djúpri visku Guðs
eða áttað þig á öllu varðandi Hinn almáttuga?*
8 Viska hans er himnunum hærri. Hvað hefur þú fram að færa?
Hún er dýpri en gröfin.* Hvað veist þú?
9 Hún er meiri en jörðin
og víðfeðmari en hafið.
10 Ef hann fer um, tekur mann til fanga og stefnir honum fyrir rétt,
hver getur þá aftrað honum?
11 Hann sér í gegnum svikula menn.
Tekur hann ekki eftir illskunni þegar hann sér hana?
12 Ef heimskingi getur orðið skynsamur
getur villiasni alveg eins fætt mannsbarn.*
13 Bara að þú vildir breyta hugarfari þínu*
og lyfta höndum í bæn til Guðs.
14 Ef hönd þín gerir eitthvað rangt skaltu stöðva hana
og ekki láta ranglæti búa í tjöldum þínum.
15 Þá gætirðu borið höfuðið hátt
og staðið traustum fótum án þess að óttast nokkuð.
16 Þú gleymir erfiðleikum þínum,
þeir verða eins og vatn sem runnið er fram hjá.
17 Líf þitt verður bjartara en hádegi,
jafnvel myrku stundirnar eins og morgunbirtan.
18 Þér er rótt því að það er von,
þú lítur í kringum þig og sefur síðan vært.
19 Þú leggst til hvíldar og enginn hræðir þig,
margir sækjast eftir vináttu þinni.
20 En augu hinna illu munu bregðast.
Þeir sjá enga undankomuleið
og eina von þeirra er dauðinn.“+